Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 37
ÆSKUSTÖÐVARNAR KVADDAR
„Bítur hann ekki menn ? “ spurði ég.
„Oho, þú hefur stinginn, gengur á hljóðið, kemur auga á zha og þá heggur
þú til hans. Þetta dýr er mjög liðugt og slóttugt, hleypur beint í áttina til þín
og skýtur sér milli fóta þinna. Feldur þess er sleipur eins og áll.“
Aður hafði ég enga hugmynd um að til væru svona margir nýstárlegir hlutir
á jarðríki. Marglitar skeljar í fjörunni, eða hið áhættusama líf melónunnar.
Ég vissi bara að hægt var að kaupa hana í búðinni.
„Við stöndum á sandbreiðunni, flæðið er í þann mund að koma. Fjölmargir
stökkfiskar hoppa án afláts í vatnsskorpunni, þeir hafa tvo fætur líkt og frosk-
ur.“
Hugur hans rúmaði svo marga furðulega og skemmtilega hluti, sem aðrir
kunningjar mínir höfðu ekki hugmynd um. Þeir höfðu aðeins, rétt eins og ég
sjálfur, glápt upp í heiðan himininn takmarkaðan af fjórum veggjum húsa-
garðsins.
Til allrar óhamingju leið vormánuðurinn fyrr en varði, Run Tu varð að
halda heim. Ég grenjaði eins og ég gat, sjálfur faldi hann sig í eldhúsinu, grét
og vildi ekki koma út; að síðustu bar faðir hans hann út í fanginu. Seinna
færði faðir hans mér frá honum böggul með skeljum og nokkrar mjög falleg-
ar stélfjaðrir. Ég sendi honum líka eina eða tvær gjafir. En við höfðum aldrei
hitzt síðan.
Þegar móðir mín nú minntist á hann, skaut þessum endurminningum
skyndilega og í fullri birtu upp í huga minn líkt og eldingu. Líkast því að ég
hefðu nú fyrst komið auga á fegurð æskustöðva minna. Ég svaraði um hæl:
„Mikið er það gott ... hvernig líður honum?“
„Hann . .. efnahagurinn er ekki sem á verður kosið.“ Móðir mín leit út um
gluggann og bætti við: „Þetta fólk er komið einu sinni enn, það lætur sem það
ætli að kaupa húsgögn og ber svo hluti á brott eftir geðþótta. Ég verð að líta
eftir því.“
Hún stóð á fætur og gekk út. Að utan barst kliður af röddum nokkurra kven-
manna. Ég benti Hong Er að koma nær, til að masa við mig. Ég spurði hann
hvort hann kynni að skrifa, hvort hann hlakkaði til að flytja.
„Förum við með lest?“
„Já, við förum með lest.“
„Skipi?“
„Fyrst með skipi síðan ...“
„Húrra, svona myndarlegt, þú hefur svo sítt skegg!“ kallaði einhver skyndi-
lega furðulega hárri og skerandi röddu. Ég hrökk við og flýtti mér að standa
27