Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 44
HALLDÓR KILJAN LAXNESS Gitanjali á íslandi (Samið að tilhlutun indversku bókmenta-akademíunnar, Sahitya akademi, handa afmœlisríti þeirra í aldarminníngu Rabindranath Tagore.) Ef mér skjátlast ekki því meir urðu Ljóðfórnir fyrst bóka Tagórs tiltækar vestrænum lesendum, þegar almenn útgáfa þeirra birtist á ensku hjá Mac- millan and Company í Lundúnum snemma á öðrum tug aldarinnar. Aðrir hafa lýst og munu á þessum tímamótum gera nýa samantekt um áhrifin sem þessi einstaka tegund trúarljóða kom til leiðar í enskum bókmentum uppúr því; og svo á Vesturlöndum yfirleitt. Sá sem hér heldur á penna telur það eitt til sín taka á aldarafmæli skáldsins, að nefna viðurtekjur sem þessi skáldskapur hlaut á ættlandi hans, og þó einkum og sérílagi vitna um áhrif Tagórs á sjálfan mig. Fjórum árum eftir að Ljóðfórnir, Gitanjali, voru prentaðar á ensku birtist þýðíng þeirra á hinu sígilda bókmentamáli Norðurlanda, íslensku. Magnús Á. Árnason, úngur og fjölgáfaður mentamaður og lista, var sá er snaraði bók- inni. Ljóðin voru útgefin í snotru kveri sem barst mér í hendur fimtán ára gömlum. Þessi útlendíngslegi fjarlægi lágstilti tónn var sem kjörinn til að rata að næmum hlustamunnum úngrar sálar; og ævinlega síðan, hvenær sem tóm vinst til, finn ég nálægð þessa titrandi óms í instum völundarhúsum hugar míns. Hér á Vesturlöndum bauð stefjahreimur Ljóðfórna af sér þokka unaðar- samlegra blóma sem menn hvorki höfðu augum litið fyr né heldur hafði oss borist af þeim tíðindasögn. Hið nýa ljóð var slík þjóðlöð vestrænum lesend- um, að skáldum víða í löndum var freistíng að reyna sig á viðfángsefnum sem svo mjög skírskotuðu til sálarinnar; jafnvel í afskektum stöðum einsog á Norðurlöndum reis alda ljóðræns máls óbundins, sem sprottin var rakleitt úr fundi Ljóðfórna. Ég var sjálfur einn meðal margra sem spreyttu sig á þessu formi um skeið, og mistókst, — sennilega ekki síst vegna þess að ég hafði ekki gert mér þess grein að form Ljóðfórna er aukaatriði hjá efni þeirra. Mér er nær að halda að sú hafi og verið orsök þess að fleirum sem gerast vildu læri- 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.