Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
2.
Ég fæddist í Kíef 14. janúar árið 1891. 1891 er ártal sem rússar muna vel,
já og franskir vínframleiðendur reyndar líka. Það var hungursneyð í Rúss-
landi, í tuttugu og níu héruðum var uppskerubrestur. Léf Tolstoj, Tsjékhof,
Korolénko reyndu að hjálpa hinum hungruðu, söfnuðu fé, settu upp matstof-
ur; allt þetta var sem dropi í hafið og árið 1891 var lengi síðan nefnt „hungur-
árið“. Franskir vínbændur auðguðust á víni þessa árs, þurrkarnir brenndu
kornið en bættu gæði vínberjanna; þrautatímar fyrir bændur Volguhérað-
anna eru óhj ákvæmilega gleðidagar fyrir búrgúndska og gaskónska vínyrkju-
menn; á þriðja tug okkar aldar spurðu sérfæðingar enn eftir víni merktu
1891. Arið 1943 var fluttur frá Leníngrad til Moskvu eftir „frosna veginum“
vagn með gömlu Saint-Émilion frá 1891. Samtrest1 bað mig og A. N. Tolstoj
að reyna gæði þessa frelsaða víns. I flöskunum reyndist vera súrt vatn, —
vínið var dáið (hvað sem útbreiddar þjóðsögur segja þá deyja jafnvel hin
beztu vín fjörutíu til fimmtíu ára gömul).
1891 ... Hve fjarlægt virðist þetta ár nú. Alexander þriðji ríkti yfir Rúss-
landi. í hásæti Bretlands sat Viktoría drottning, sem mundi umsátur Sevasto-
pol, ræður Gladstones, tyftun Indlands. I Vínarborg ríkti í friði og spekt
Franz Jósef, sem sté í hásæti á því minnisverða ári 1848. Enn voru á lífi aðal-
persónur sorgarleikja og gleðileikja fyrri aldar: Bismarck, Galiffet hershöfð-
ingi, hinn þekkti diplomat rússneska keisarans Ignatéf, Mac Mahon, Fogt, sem
stúdentar okkar þekktu af ávarpi Karls Marx. Engels var enn á lífi. Pasteur og
Setsjénof, Maupassant og Verlaine, Tsjækovskí og Verdi, Whitman og Louise
Michel störfuðu enn. Gontsjarof dó árið 1891.
Ef við ímyndum okkur yfirborð hlutanna árið 1891, þá hefur heimurinn
breytzt svo mikið, að okkur virðist sem ekki sé liðin ein mannsævi heldur
nokkrar aldir. París komst af án ljósaauglýsinga og bifreiða. Um Moskvu var
sagt: „stórt sveitaþorp“. í Þýzkalandi runnu skeið sitt á enda rómantíkusar,
ástfangnir af linditrjám og Schubert. Ameríka var handan við sól og mána.
Joliot-Curie, Majakovskí og Paul Éluard voru ófæddir. Hitler var tveggja
ára. Heimurinn leit í fljótu bragði friðsamlega út, það var hvergi barizt; Ítalía
var aðeins farin að líta hýru auga til Abbyssíníu, Frakkland bjóst til að leggja
undir sig Madagaskar. Blöðin ræddu um heimsókn franska flotans til Kron-
stadt: auðsjáanlega verður stofnað til fransk-rússnesks bandalags gegn Þrí-
1 Samtrest: samband grúsískra vínframleiðenda.
48