Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR var farið með mig í öryggislögregluna, þar muldraði ömurlegur, hökufeitur ljósmyndari yfir mér: „Hærra með höfuðið ... svo í prófíl ...“ Frá barns- aldri hafði ég gaman af að taka myndir, en kunni illa við að aðrir mynduðu mig, — en í öryggislögreglunni gladdist ég, því það þýddi að ég var tekinn alvarlega. Eg var fluttur á Masnítskajastöðina. Þar var þolanleg aðbúð. Klefarnir voru örsmáir, í hverjum klefa stóðu tvær kojur. Sumir fangavarðanna voru skapgóðir menn, leyfðu okkur að spásséra um gangana, aðrir höfðu allt á hornum sér. Ég man eftir einum, — þegar ég bað hann að leyfa mér að ganga til salernis svaraði hann alltaf: „0, ætli það geti ekki beðið.“ Eftirlitsmaður- inn var varla læs, og hann reiddist þegar komið var með bækur handa föng- unum, því hann gat ekki ákveðið hverjar væru fordæmanlegar. í ríkisskjala- safninu sá ég skýrslu frá honum til leynilögreglunnar þess efnis, að hann hefði gert upptækar bækur sem mér voru sendar,—tímaritið „Jörð“ og verk Ibsens. Einhverju sinni varð hann bandóður: „Djöfullinn er þetta. Þér var færð bók um svipuna. Slíkt má ekki! Þú færð hana ekki!“ (Síðar komst ég að því, að bókin sem skelfdi svo mjög eftirlitsmanninn var skáldsaga eftir Knút Ham- sun).1 í Masnítskaja sat bolsévikinn V. Radus-Zenkovítsj; mér fannst liann þraut- reyndur hermaður, — hann var þrítugur, hafði oftar en einu sinni setið í fang- elsi, hafði verið í útlegð erlendis. Annar nágranni minn var „öldungurinn“; hann var farinn að grána í vöngum. Þegar ég talaði við hann, reyndi ég að halda því leyndu að ég var sautján ára. Einhverju sinni færði fangavörðurinn mér bókmenntatímarit, ég lánaði það klefafélaga mínum. Eftir klukkustund sagði hann: „Hér er bréf til yðar.“ Undir nokkrum bókstöfum stóðu örsmáir púnktar; Asja hafði komið með bókina. Ég roðnaði af hamingju og blygðun; nokkra daga þorði ég ekki að líta framan í félaga minn, — mér fundust til- finningar ófyrirgefanlegur veikleiki. Við fengum að spásséra í þröngum húsagarði milli stórra snjóskafla. Svo gránaði snjórinn öllum að óvörum — vorið var í nánd. Stundum var farið með okkur í bað, það voru dýrlegir dagar. Við gengum eftir steinlagðri götunni og vegfarendur horfðu á glæpamennina, sumir for- viða, aðrir fullir meðaumkunar. Gömul kona krossaði sig og skaut að mér fimm kópekum; ég gekk aftastur. í baðhúsinu sápuðum við okkur lengi, fór- um í gufubað, og okkur fannst við værum frjálsir menn. 1 Rússneska orðið „knút“ þýðir bæði „Knútur" og „svipa“, en svipan var oft tákn harð- stjórnar í byltingarritum. 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.