Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hálíðlega yfir því, að allur hávaði væri bannaSur frá níu til tólf á morgnana.
Nákvæmlega klukkan níu byrjuSu þrír stjórnleysingjar aS kyrja hásum rómi:
„Megi fáninn svarti verSa sigurtákn, hins sárhrjáSa öreigalýSs . ..“ Þeir viS-
urkenndu ekki neinar reglur, jafnvel fangavörðurinn var smeykur við þá:
„ÞiShérna sko ... farið með öfgar.“ (Þegar ég árið 1936 var sex mánuði með
stjórnleysingjum á AragonvígstöSvunum minntist ég oftar en einu sinni fanga-
klefans í Súséfskaja).
Annars ríkti stjórnleysi ekki aðeins í okkar klefa heldur og í lögreglunni:
í sama klefa sátu menn, handteknir af tilviljun; þeir biðu frelsis á hverri
stundu, og bófar, ákærðir fyrir vopnuð rán; yfir þeim vofði gálginn. Eina viku
sat með okkur sóknarnefndarformaður nokkur, hann hafði verið tekinn í
misgáningi þegar leitað var að nafna hans. Hann sannaði hverjum okkar mjög
nákvæmlega, að hann væri fórnarlamb tilviljunar, að hann væri maður flekk-
laus og löghlýðinn, jafnvel í hugsunum, og hann gat ekki með nokkru móti
skilið hvers vegna við hlógum að honum. Og þegar tilkynnt var, aS hann mætti
fara heim, varð hann hræddur og sagðist vita, að nú yrði hann áreiðanlega
sendur hingað aftur, hann hefði heyrt svo mikið af ólöglegu tali þessa viku.
Einn þjóðbyltingarmaður, sem tekið hafði þátt í vopnuðu eignarnámi, beið
lífláts. Hann var nefndur ívanof, máske var það dulnefni. Hann gerði sér upp
brjálæði. Fyrst lét hann sér nægja stutt æðisköst, síðar breytti hann annað-
hvort um aðferð eða bilaði í raun og veru: sólarhringum saman hrjáði hann
okkur með ópum, svipuðum fuglavæli, ástæðulausum hlátri, slitróttu tali.
Vasíléf höfuSsmaður í lögregluhernum fór með rannsókn máls míns. Hann
reyndi að vinna traust mitt, talaði um kaun stjómarfarsins, kvaðst sjálfur
vera framfarasinni hið innra með sér. Stundum skjallaði hann mig, stundum
espaði hann mig með hæðni roskins og óheimsks hundingja. Hann vildi gjarna
vita, hver væri höfundur greinarinnar „Tveggja ára starf sameinaðs flokks“,
hvort nýr klofningur væri í aðsigi, hver aðstaða Leníns væri. Ég svaraði
spurningum hans með einsatkvæðisorðum: hin ýmsu skjöl hefðu hinir og
þessir menn fengið mér, og myndi ég ekki nefna þá. Hann talaði stundum um
almenn efni: um Gorkí, um hlutverk æskunnar, um framtíð Rússlands; sagði
við mig: „Ég á son á yðar aldri, þetta er bjáni sem ekki hefur áhuga á neinu,
böll, stelpur, líkjörar, það er hans líf. En við yður er ánægjulegt að tala, þér
eruð frumlegur unglingur, já og vel lesinn.“ Við eina yfirheyrsluna tók hann
að lesa upphátt bréf frá Asju, sem hafði fundizt þegar ég var handtekinn. Ég
reiddist, æpti að þetta kæmi máli mínu ekki við, að ég myndi ekki þola hon-
um neinar svívirðingar. Hann var mjög ánægður, kallaði mig „skapmikinn
54