Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 65
MENNIRNIR, ÁRIN, LÍFIÐ
pilt“, bauð mér te og kökur, ég afþakkaði. Hann sagði mér, að til hans hefði
komið stúlka, sem segðist vera frænka mín og bæði um leyfi til að heimsækja
mig. „Ég spurði hana: hvað heitir móðir hans, — en hún vissi ekki einu sinni
föðurnafn yðar. Hvers vegna takið þið svona fífl í samtök ykkar? Ég lét ekki
handtaka hana. Yður grunar auðvitað um hverja ég er að tala? Jakovlévu,
Asju.“ Ég átti erfitt með að stilla mig, en sagði kæruleysislega, að þetta kæmi
málinu ekki við.
Höfuðsmaðurinn laug að mér. Skömmu eftir að Asja kom til hans til að
biðja um heimsóknarleyfi var gerð húsrannsókn hjá henni, og til allrar ógæfu
lá bréfið sem ég hafði sent henni úr fangelsinu óopið á borði hennar, — hún
hafði ekki haft tíma til að lesa það og eyðileggja. Áttunda apríl var Asja
handtekin og ákærð um aðild að nemendasamtökunum, en tveim vikum síðar
var henni sleppt gegn tvöhundruð rúblna tryggingu.
Auðvitað hataði ég Vasíléf höfuðsmann, en mér fannst hann fróðlegur
persónuleiki, slóttugur rannsóknari úr skáldsögu, því áður hafði ég haldið
alla lögreglumenn vera heimska og fáfróða haltukjafta.
Oryggislögreglan var til húsa á Kúdríntorginu. Þangað var ég fluttur í leigu-
vagni, við hlið mér sat lögregluhermaður. Ég horfði með ákefð á vegfarendur,
— máske sæi ég kunningja bregða fyrir .. . Á götunum gengu iðnaðarmenn,
spjátrungar, menntaskólastúlkur, hermenn. í görðunum blómstruðu sýringa-
runnar. Engir kunningjar ...
Við síðustu yfirheyrsluna var mér sagt, að fyrir þátttöku í nemendasamtök-
um rússneska sósíaldemókrataflokksins yrðu eftirtaldir nemendur leiddir fyrir
dómstól: Erenbúrg, Oskolkof, Neumark, Lvova, Ivenson, Sokolof og Jakov-
léva, — brot á 126. grein, paragraf a. Auk þess yrði ég ákærður fyrir brot á
102. grein, fyrsta paragraf, fyrir starf meðal hermanna. Vasíléf útskýrði glott-
andi: „Yður persónulega ber að dæma til sex ára, en þér sleppið með fjögur
ár fyrir æsku sakir. Þar á eftir — lífstíðarútlegð. En þér hlaupizt á brott það-
an, ég þekki yður ...“
Nokkrum föngum tókst að notfæra sér hirðuleysi yfirvaldsins í Súséfskaja
og skipulögðu flóttatilraun, fjórum tókst að sleppa, ef ég man rétt. í fyrsta
skipti sá ég fangavörðinn daufan í dálkinn. Ekki veit ég hvort hann var rekinn
úr starfi, en við fengum að súpa seyðið af þessum viðburði: okkur var þegar
í stað dreift á önnur fangelsi sem „þátttakendum í flóttatilraun".
Varla var ég kominn inn úr dyrum í Basmannajafangelsinu þegar eftirlits-
maðurinn æpti á mig: „Niður með brækurnar!" Það var leitað á mér mjög
nákvæmlega. Ur himnaríki lenti ég í helvíti. Vænn löðrungur kynnti mig í
55