Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fljótheitum hinu nýja skipulagi. í Basmannaja lýstum við yfir hungurverk- falli, kröfðumst þess að vera fluttir í annað fangelsi. Eg man að ég bað félaga minn að hrækja á brauðið; ég var hræddur um að ég stæðist ekki freistinguna og fengi mér smábita ... Eg var fluttur í einmenningsklefa í Bútirkífangelsinu; mér var þetta sönn refsing, en auðvitað skipti aldurinn hér meginmáli: ef mér væri nú boðið að velja um almenningsklefann á Súséfskaja eða einmenningsklefa, þá myndi ég ekki hika hið minnsta, en maðurinn á erfitt með að vera einn með sjálfum sér þegar hann er sautján ára, já og það án heimsókna, bréfa, pappírs. Eg reyndi að ná sambandi við nágrannana með því að berja í veggi, eng- inn svaraði. Mér var ekki leyfð nein útivist. Bjart ljós sumardagsins brauzt inn um þröngan gluggann. Utí horni stóð daunill skólpfata. Ég reyndi að lesa kvæði upphátt, en vörðurinn hótaði mér myrkvastofu fyrir bragðið. Ég krafð- ist pappírs til að skrifa yfirlýsingu til öryggislögreglunnar; hún var á þá leið, að „Ilja Erenbúrg, sem hafður er í haldi í gæzlufangelsi Moskvuborgar“ vilji ekki lengur sitja bak við lás og slá: „Fer þess á leit, að ég verði þegar í stað leystur úr varðhaldi. Ef það á að svelta mig eða gera mig brjálaðan áður en dómur fellur, þá bið ég um tilkynningu þess efnis.“ Ég endurskrifa þessar lín- ur hlæjandi, en mér var sízt hlátur í hug þegar ég skrifaði þær. Yfirlýsing þessi var númeruð og henni bætt við málsskjölin. Fangelsislæknirinn komst að þeirri niðurstöðu, að ég væri orðinn alvar- lega taugaveiklaður. Það var margt, sem hann ekki vissi: ég hélt áfram að hugsa um ýms flokksvandamál, hvort nota mætti samvinnufélög í þágu flokks- starfsins, um nokkra verkamenn í Gúzjonverksmiðjunum sem hefði þurft að ýta undir; tók saman pappírslaust „svar til Plékhanofs“. Ég hugsaði líka um það, að nú hefði Asja lokið prófum, innritazt á „Æðri námskeiðin“, — varla myndu leiðir okkar liggja saman aftur. í fangelsinu hugsaði ég ekki aðeins um þetta: ég hugsaði um lífið, um nokkur mikil vandamál, sem mér voru ekki fyllilega ljós og ég hafði ekki mátt vera að að sinna áður. í stuttu máli sagt: fangelsið er góður skóli ef þú ert ekki barinn eða píndur og ef þú veizt, að það voru óvinir sem fangelsuðu þig, og samherjar þínir minnast þín með vin- semd. „Með öllu hafurtaski ...“ Ég hélt ég yrði fluttur á nýjan stað, en mér var þá sýnt skjal: „Skrifið undir!“ Ég mátti ganga laus þar til dómur félli, en ég skyldi vera undir eftirliti lögreglunnar og yfirgefa Moskvu þegar í stað, fara til Kíef. Ég gekk út á Dolgorúkovskaja og var sem steini lostinn. Ollu er hægt að 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.