Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 67
MENNIRNIR, ÁRIN, LÍFIÐ gleyma, en ekki þessu. A friðartímum í friðarlandi elzt maðurinn upp, lærir, giftist, starfar, veikist, eldist; hann getur lifað alla æfi án þess að skilja hvað frelsi er; að líkindum finnst honum hann jafnan vera eins frjáls og hver heið- virður borgari, gæddur venjulegu ímyndunarafli, hefur rétt til að vera. Þeg- ar ég gekk út um fangelsishliðið stirðnaði ég upp. Eklar, strákur með harmon. íku, göturæsi, mjólkurbúð Tsjítsjkíns, bakarí Savostjanofs, stúlkur, hundar, tíu þvergötur, hundrað húsagarðar. Ég gat haldið beint áframt, sveigt til hægri eða vinstri. Á þessum degi skildi ég hvað frelsið er, og sá skilningur hefur dugað mér æfilangt. (Aldrei gat ég ráðið gátu þessara lína Púsjkíns: „heimurinn er hamingju- snauður, en til eru friður og frelsi.“ Oft hef ég hugsað um þessi orð en ekki skilið þau; lífið hefur breytzt. Árið 1949 sat ég við hlið S. J. Marsjaks í sal Bolsjojleikhússins; á sviðinu voru fluttar ræður um Púsjkín, þetta var hátíða- fundur í tilefni afmælis skáldsins. Á eftir fórum við í kaffihús á horni Kúz- nétskí most. Ég spurði Samúel Jakovlévítsj um það, hvaða hamingju Púsjkín hefði dreymt um aðra en frið og frelsi; Marsjak svaraði engu). En á Dolgorúkovskaja stóð ég lengi brosandi, síðan fór ég heim á Ostoz- jenka, gekk eftir grænum búlevörðunum og brosti alla leiðina. 8. Ég var fljótlega gerður útlægur úr Kíef og um leið var mér einhverra hluta vegna bannað að búa í Kíefhéraði og Kaménets-Podolskhéraði. Ég fékk leyfis- bréf til Poltava, þar bjó móðurbróðir rninn, frjálslyndur málafærslumaður. Mér féll borgin vel: fáfarnar götur, garðar með haustgullnum trjám, hvít smáhús; en jafnvel sveitasælunni í Poltava gat lögreglueftirlitið stórspillt. Auð- vitað tók frændi minn mér ágætlega vel, en ég skildi, að því sjaldnar sem ég heimsækti hann, því betra fyrir hann. Ég tók að leita að herbergi, og neyddist til að tilkynna húsráðendum um að ég væri undir eftirliti lögreglunnar. Eftir slíka viðvörun var mér alltaf neitað, sumir voru hranalegir, aðrir afsökuðu sig með sektarsvip, bentu á það að nógu erfitt væri að lifa samt. Að lokum rakst ég inn til skraddarans Brave, sem ákvað að fengnu samþykki konu sinnar að leigja mér smákytru. Ég tók upp bækur mínar og ritföng, og ákvað að koma vel undir mig fótum í Poltava. Heila viku gekk ég um borgina þvera og endi- langa til að komast að því, hvort spæjari hefði verið settur mér til höfuðs. Ellefta nóvember skrifar yfirmaður öryggislögreglunnar í Poltava, Nésterof höfuðsmaður: „Viðvíkjandi flokksdeild Rússneska sósíaldemókrataflokksins. 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.