Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 73
ÁGREININGSEFNI SIGURÐAR NORDALS OG EINARS KVARANS vitað bar honum að sýna því meiri nærgætni og hófsemi sem hann var upphafsmaöur deilunnar, og á byrj- un annarrar greinar hans er óþarflega mikið persónulegt stælusnið frá því sjónarmiði séð. Einhversstaðar hefur því verið hald- ið fram að þessi ritdeila, sem mun hafa vakiö mikinn áhuga almennings þegar hún var háð, sé jafn tímabær nú og þá. En það liggur í augum uppi að fyrirfram er næsta ólíklegt að svo sé: ritdeilur fjalla vanalega um einhver þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni og ákvörðuð eru af því menn- ingarástandi sem deilendur eiga við að búa; þær verða varla nokkru sinni jafn tímabærar í augum eftirkom- enda, þó þær hinsvegar úreldist mis- jafnlega, og nýr tími geti skapað þær aðstæður sem endurnýi að einhverju leyti skírskotun þeirra. Enda þótt því skuli ekki neitað að sitthvað í þessum greinum Sigurðar Nordals og Einars Kvarans geti verið beinlínis aðgengi- legt lesendum í dag, þá má ætla að hugsunarháttur íslendinga hafi breytzt svo á meira en þrjátíu árum að margt sem þar stendur hljóti nú að virðast þeim annarlegt. Samt er verð- mæti greinanna ómetanlegt, og felst í því að þær eru heimildargagn bæði um þróun höfundanna, og þó einkum og sér í lagi um andleg viðhorf á ís- landi á tímabili er mjög veröur veitt athygli af þeim sem leitast munu við að lýsa íslenzkum menntum á fyrri helmingi 20. aldar. Sá sem vill lesa greinarnar sér til gagns veröur því fyrst og fremst að beita þær söguleg- um skilningi. Ekki er ólíklegt að renni á menn tvær grímur í fyrstu ef þeir vilja átta sig á hvert hafi verið mesta misklíð- arefni Sigurðar Nordals og Einars Kvarans í þessari deilu. Höfundar fjalla um nokkuð margt, t. d. bók- menntir, heimspeki, siðfræði, guð- fræði, trúarbrögð, og í rauninni er ekki svo vel að deiluaðiljum komi saman um hvert sé aöalatriði deilunn- ar, margskonar áherzlumismunur kemur í lj ós. Þessvegna er framar öllu nauðsynlegt að spyrja hver hafi veriö kjarni hennar og þá fyrst hvert hafi verið aðalefnið í ádeilu málshefjanda, en tína burt það sem er aukaatriði og út í hött. Þar af leiðir að ekki er fært að miða aöeins við það sem höfund- arnir deila harðast um, því sjálfsagt er að láta persónulegar erjur liggja milli hluta. Ennfremur er vænlegast að binda sig aðeins við það sem er áþreifanlegast í deilunni, en einn þáttur hennar er mjög svo óáþreifan- legur öðrum en guðfræöingum. Ég á við umræöurnar um einhyggju og tvíhyggju. Höfundar nota þessi hug- tök ekki í heimspekilegum skilningi, heldur trúarlegum, guðfræðilegum, og lenda út í ótræði þangaö sem lítt fýsilegt er að fylgja þeim eftir, enda þótt þar með sé ekki sagt að 63

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.