Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 74
TIMAKIT MALS OG MENNINGAR ágreiningur þeirra um þetta efni sé með öllu ómerkur eða ólærdómsrík- ur. Sigurður Nordal segir í upphafi fyrstu ritgerðar sinnar að hann hafi „fyrir löngu fundið meginatriði í lífs- skoðun [Einars Kvarans] (og sam- svarandi veilur í list og stíl), sem [hann] var algerlega ósammála“. Þessi orð eru út af fyrir sig athyglis- verð fyrir þá sök að þau brjóta í bág við hina „rétttrúuðu“ bókmennta- gagnrýni, sem lítur á form og efni sitt í hvoru lagi, og gerir ekki ráð fyrir neinum gagnkvæmum tengslum þar á milli. I fyrstu grein Sigurðar Nordals er gerð tilraun til að brjóta þessa klassísku hefð en höfundurinn er ekki alveg heils hugar í aðferð sinni, hann er þrátt fyrir allt of háður hinum við- urkenndu lögmálum gagnrýninnar. Hik hans kemur einkar vel í ljós í síðustu grein hans í Skiptum skoðun- um: Eg byrjaði að vísu grein mína JJndir straumhvörf með því að benda á nokkra megingalla á síðustu skáldsögum E. H. Kv., en samt býst eg við, að mörgum hafi virzt sem við deildum eingöngu um lífsskoðanir og siðjrœði. En þó að mér dytti ekki í hug, að bókmenntir og siðfrœði verði nokkurn tíma aðskilin, þá vil eg játa, að mér mun jafnan verða tamara að líta á siðfrœðina frá bókmenntanna sjónarmiði en dæma bókmenntirnar eftir siðfrœðinni. Ef E. H. Kv. hefði verið betri listamaður, hefði eg sjálf- sagt gleymt öllu öðru. Mér varð ó- hollusta lífsskoðunar hans fyrst Ijós, þegar eg sá áhrif hennar á list hans. (Bls. 120). Það er augljóst að þessar setning- ar, og einkum sú næstsíðasta, stangast á við þau orð í fvrstu greininni sem vitnað var í að ofan. Því annaðhvort eru veilurnar í list Einars Kvarans háðar (,,samsvarandi“) veilunum í lífsskoðun hans eða ekki, og hann hefði ekki orðið betri listamaður með öðru móti en því að sigrast á veilun- um. Þessi tvíhyggja (í annarri merk- ingu en hjá höfundum Skiptra skoð- ana) dregur úr sannfæringarkrafti fyrstu greinarinnar. Og reyndar furð- ar maður sig mjög á því, úr því höf- undur minnist á sögu Kvarans, Móra, að hann skyldi ekki nota tækifærið til að sýna fram á hinar samsvarandi veilur í formi og efni þeirrar sögu, því hvergi liggur það eins beint við og þar. En í stað þess að leggja á- herzlu á að sýna þessa samsvörun lífs- skoðunar Einars Kvarans og listar, drepur Sigurður Nordal aðeins á það efni á nokkrum síðum, og hverfur síðan algjörlega að því að ræða Hfs- skoðun hans, með því fororði að „sé lífsskoðunin orðin aðalatriði í bók- um hans, þá sé sanngjarnast að dæma þær eftir gildi hennar“. Um það er kannski ekki að sakast, en ekki er að efa að skemmtilegra hefði verið að fylgja höfundi á þeirri leið sem hann 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.