Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 79
ÁGREININGSEFNI SIGURÐAR NORDALS OG EINARS KVARANS Einar Kvaran hefur lifað tíma sem markaðir eru af tilkomu íslenzkrar borgarastéttar á íslandi, er leysir af hólmi hina dönsku og hálfdönsku. Stjórnmálastefna hennar hafði þjóð- ernisbaráttuna að þungamiðju, en var ekki einskorðuð við hana, því sam- fara henni fór almenn lýðræðispóli- tík. Borgaralegir forystumenn á 19. öld og framan af þeirri 20. hlutu að leita fulltingis alþýðu, óhj ákvæmilegt hlutverk þeirra var að auka stjórn- málaáhuga hennar og -þroska: það er að segja: raunverulegt lýðræði var þeim keppikefli og nauðsyn. En ís- lenzk borgarastétt kemur svo seint inn í heiminn að um leið og þjóðernisbar- áttan hættir að vera henni þyngdar- punktur lífsins er félagslegri framsókn hennar lokið, veraldargengi hennar er ekki fyrr orðið áþreifanlegt en hún er lögð á undanhald. Hún tekur nú feginshendi þeirri lífsskoðun sem leiðir hana burt frá veruleikanum, lokar augum hennar fyrir heiminum eins og hann er, og kenningar sem leysast upp í einhverri meinlausri sál- arrannsókn verða henni æskileg fjar- vistarsönnun. Hin jarðnesku vanda- mál má nú, ef í harðbakkann slær, leysa á himnum, eins og Sverrir Krist- jánsson kemst að orði. Þróun Einars Kvarans er þannig mjög í samræmi við breytinguna sem er að verða á stefnu stéttar hans. En það væri bæði ósanngjarnt og grunn- færnislegt að segja að afstaða hans eigi sér aðeins rætur í undanhaldi er- lendrar og íslenzkrar borgarastéttar. Þar við bætist einhver ljósfælni, ein- hver ótti við að kryfja hlutina, sátt- fýsi við vanabundinn ósóma, og á hinn bóginn einhverskonar útþynnt andlegheit, trúarleg nægjusemi og lít- ilþægni, — sem er ekki neitt sérstakt einkenni tímanna en virðist lengi hafa verið rótgróið í fari íslendinga, og hefur löngum með tregðunni einni saman slævt vopn þeirra andans höfð- ingja sem ekki vildu láta sér segjast, og meinað andlegum hreyfingum þessa heims að ná þroska. í stuttu máli: almennt formleysi og þroska- leysi þjóðlífsins benti Einari Kvaran einnig í þá átt sem hann fór. Auk þess sem ádeila Sigurðar Nor- dals er framkölluð af ríkjandi ástandi borgaralegrar menningar, er hún því uppreisn gegn hinum fróma íslenzka annarsheims-hugsunarhætti, sem er bæði arfur frá vanþroska fyrri alda og nútímafyrirbæri. Hún er viðleitni til að innleiða á íslandi veraldlegan borgaralegan móral í stað hins geist- lega og yfirskilvitlega, og andóf móti undanhaldi borgarastéttarinnar. Það er að minnsta kosti örðugt að leggja út öðruvísi þau atriði sem ég dró fram áðan: gagnrýnina á þá sem spilla lífi sínu „með því að lyfta sér upp á eitthvert sjónarmið ofar öllum skýjum“, tortryggnina gagnvart sjón- armiði eilífðarinnar, hvatninguna að „skrópa“ ekki frá „alvöru lífsins“. 69

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.