Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 79
ÁGREININGSEFNI SIGURÐAR NORDALS OG EINARS KVARANS Einar Kvaran hefur lifað tíma sem markaðir eru af tilkomu íslenzkrar borgarastéttar á íslandi, er leysir af hólmi hina dönsku og hálfdönsku. Stjórnmálastefna hennar hafði þjóð- ernisbaráttuna að þungamiðju, en var ekki einskorðuð við hana, því sam- fara henni fór almenn lýðræðispóli- tík. Borgaralegir forystumenn á 19. öld og framan af þeirri 20. hlutu að leita fulltingis alþýðu, óhj ákvæmilegt hlutverk þeirra var að auka stjórn- málaáhuga hennar og -þroska: það er að segja: raunverulegt lýðræði var þeim keppikefli og nauðsyn. En ís- lenzk borgarastétt kemur svo seint inn í heiminn að um leið og þjóðernisbar- áttan hættir að vera henni þyngdar- punktur lífsins er félagslegri framsókn hennar lokið, veraldargengi hennar er ekki fyrr orðið áþreifanlegt en hún er lögð á undanhald. Hún tekur nú feginshendi þeirri lífsskoðun sem leiðir hana burt frá veruleikanum, lokar augum hennar fyrir heiminum eins og hann er, og kenningar sem leysast upp í einhverri meinlausri sál- arrannsókn verða henni æskileg fjar- vistarsönnun. Hin jarðnesku vanda- mál má nú, ef í harðbakkann slær, leysa á himnum, eins og Sverrir Krist- jánsson kemst að orði. Þróun Einars Kvarans er þannig mjög í samræmi við breytinguna sem er að verða á stefnu stéttar hans. En það væri bæði ósanngjarnt og grunn- færnislegt að segja að afstaða hans eigi sér aðeins rætur í undanhaldi er- lendrar og íslenzkrar borgarastéttar. Þar við bætist einhver ljósfælni, ein- hver ótti við að kryfja hlutina, sátt- fýsi við vanabundinn ósóma, og á hinn bóginn einhverskonar útþynnt andlegheit, trúarleg nægjusemi og lít- ilþægni, — sem er ekki neitt sérstakt einkenni tímanna en virðist lengi hafa verið rótgróið í fari íslendinga, og hefur löngum með tregðunni einni saman slævt vopn þeirra andans höfð- ingja sem ekki vildu láta sér segjast, og meinað andlegum hreyfingum þessa heims að ná þroska. í stuttu máli: almennt formleysi og þroska- leysi þjóðlífsins benti Einari Kvaran einnig í þá átt sem hann fór. Auk þess sem ádeila Sigurðar Nor- dals er framkölluð af ríkjandi ástandi borgaralegrar menningar, er hún því uppreisn gegn hinum fróma íslenzka annarsheims-hugsunarhætti, sem er bæði arfur frá vanþroska fyrri alda og nútímafyrirbæri. Hún er viðleitni til að innleiða á íslandi veraldlegan borgaralegan móral í stað hins geist- lega og yfirskilvitlega, og andóf móti undanhaldi borgarastéttarinnar. Það er að minnsta kosti örðugt að leggja út öðruvísi þau atriði sem ég dró fram áðan: gagnrýnina á þá sem spilla lífi sínu „með því að lyfta sér upp á eitthvert sjónarmið ofar öllum skýjum“, tortryggnina gagnvart sjón- armiði eilífðarinnar, hvatninguna að „skrópa“ ekki frá „alvöru lífsins“. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.