Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 82
Umsagnir um bækur Guðmundur Böðvarsson: Minn gu3 og þinn Heimskringla 1960. Tvennt finnst mér einkum athyglisvert um þessa nýjustu ljóðabók Guðmund- ar Böðvarssonar: líjskrafturinn sem ennþá leynist með hinu hefðbundna ljóðformi stuðla og ríms, og nýsköpunarandinn sem fram kemur í formi fáeinna beztu ljóða bók- arinnar: Stalingrad, Afhending, Við vatnið. Bendir hið síðarnefnda ótvírætt til þess, að Guðmundur er ennþá vaxandi í skáldskap sínum og vænta megi góðra hluta úr smiðju hans framvegis sem hingað til. Af 27 ljóðum bókarinnar eru 18 í hefð- bundnum ljóðstíl, 4 teljast blendin, en 5 eru laus við rím og frjálsari að formi, þótt hvergi sé þar slakað á ljóðstafasetningu. Sameiginlegt formseinkenni flestra ljóðanna er hér — sem endranær í skáldskap Guð- mundar — göfugt tungutak og fágað jafn- vægi hendinga sem gefa ljóðum hans sam- felldan öruggan heildarsvip. Að efnisgildi slepptu ber fagurt málfar ljóð Guðmundar uppi öðru fremur, því að heldur er þar fátt um myndir og líkingar og þær fremur út- jaskaðar sem honum eru hvað tamastar, svo sem er hann líkir lífi mannsins við siglingu og þrá hans við „fugl á glugga“; þó kveður við annan og frumlegri tón í óðnum um Stalingrad, rismesta kvæði bókarinnar — þar spymir frostbitran „járnuðum hælum í vatnið“ og sólskinið þaggar „náttsortans blóðugu drápu með hljómkviðu sinni“; snjöll og áþreifanleg er og líkingin í Kemur kvöld: meðan eilífðin gnýr mér í draumi eins og landlaust haf handan við þunna súð. Efni ljóðanna er einkum tvíþætt: per- sónulegt og þjóðfélagslegt, þótt einnig kenni hér fleiri grasa, s. s. eftirmæla um menn og skóg, auk fáeinna ljóða sem nánast eru heimspekilegs eðlis (Afhending, Fljót á sléttu o. fl.). Víða vefjast höfuðþættirnir í samfellda heild, einkum í þeim kvæðum þar sem skáldið lýsir ást sinni til lands og þjóð- ar (Svar), ugg um framtíð hennar (Bréf til bróður míns) eða draumi sínum um friðar- landið (Fimm vers úr gamaldags trúar- ljóði). Persónulegustu Ijóðin einkennast flest af dapurleika, jafnvel bölsýni — skáld- ið tregar horfna æskudaga, „finnur með auknum þunga á sínum herðum / áranna kvöl“; eitt bezta ljóð bókarinnar Við vatnið lýsir vel þessari tilfinningu: Komið til mín spor mín grafin í sandi kom þú kjalröst báts míns í sjónum komið öll hin rauðu blöð óskablómsins sem vindurinn bar að eilífu á burt komið 72

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.