Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 83
UMSAGNIR UM BÆKUR skuggar mínir og verið hjá mér og verið hjá mér þegar ég jer. Yfirleitt gætir bölsýnitóns að meira eða minna leyti í flestum ljóðunum, einnig þeim þjóðfélagslegu, þótt mesta kvæði bókarinn- ar Stalingrad veiti hér mótvægi sem munar um: bjartsýnni lífsóð getur vart. Hér við bætist, að form kvæðisins er blessunarlega ferskt, laust við tilgerð ríms og stærðfræði- lega hendingalengd. Óðurinn hefst og rís í veldi lífsins þegar í upphafi: Grœnkandi akrar viS brautina báSumegin, bylgjandi akrar í sléttunnar mistraSa lojti, döggvaðir akrar í árdagsins fölskvuðu birtu umluktir skýlandi reinum ... hnígur síðan fram með þungu falli sögunn- ar þar sem örlagastefið „Verður Stalingrad varin?“ myndar þungamiðjuna, unz sigur- fögnuðurinn þjappast allur í eitt einasta orð sem ljóðteknískt séð stendur nákvæm- lega á réttum stað, eitt í línu: Bardagaborg. Hér nær hrifið hámarki, en skáldið kann líka að slaka listamannslega á spennunni, gefa fögnuðinum dýpt með hlýju umfaðm- andi niðurlagi: Það er söngur í trjám þínum, ungum, grœnum og grönnum, gróandasöngur, söngur dirfsku og þreks í þínum rísandi húsum og þínu glóandi stáli. Frumlegasta kvæði bókarinnar er án vafa Ajhending. Fjallar það um eðli skáldskapar ar og endalok í upphafi geimferðaaldar. Tengslin hafa slitnað við móður jörð og skáldskapurinn þannig verið sviptur þeirri einu næringu sem hann getur tileinkað sér — hinum jarðneska safa. Kvæðið er þrung- ið tregablandinni bölsýni, uppgjöf: Við kunnum ekkert lag við Ijóð þess dags, ajl hans og hraði er ekki þeirra manna er þreyttu göngu, héldu burt á hestum úr hlaði, og komu síðan frœgir heirn, fróðir um nœstu grös og holt og hœðir. Kvæðinu lýkur með því, að skáld jarðar af- hendir frumburðarrétt sinn þeim sem einir eru verkefninu vaxnir: skáldum „frá Mara og Venus“. Með þessu kvæði verður Guð- mundur fyrstur íslenzkra skálda til þess að yrkja raunhæft ljóð um þau alnýju viðhorf og vandamál sem upphaf geimaldar skapar Að óathuguðu máli hefði mátt ætla ungu skáldunum þann hlut. Þó má það ljóst vera, að hér fer allt með felldu: ungu skáldin eiga margt enn eftir ókannað á hinum jarðnesku vegum. Hvort þau muni Ijúka þeirri könnun þeim mun fyrr sem geimurinn knýr fastar á, mun náin framtíð skera úr. En það er trú mín, þrátt fyrir sannfæringarkraftinn í upp- gjafarkvæði Guðmundar, að skáld „móður jarðar“ muni vandanum vaxin þegar til kastanna kemur. Við vatnið: djúphugsað formbyltingar- Ijóð uiri forgengileikann, hringrás aldanna og þögn allra þagna; athyglisvert er, að ljóðið er allt sagt fram í annarri persónu nema niðurlagið þegar skáldið brýzt sjálft gegnum ástríðudaufan ávarpsstílinn með örvæntingarkenndum óskum sjálfu sér til handa: ljóðið er sönn spegilmynd andlegs hugrekkisferils sem förlast andartaksstund, þegar dregur nær endalokunum. Vísur til séra Friðriks er sálmur í víðustu merkingu, vel ortur í hefðbundnum ljóðstíl. einstakur að umburðarlyndi og víðsýni; hingað er sótt nafn bókarinnar: Menn gjalda lof, menn gjalda þökk þeim guði er styrk þeim veitir og sama hvort hann sést eða ei og sama hvað hann heitir. Minn guð og þinn og þeirra guð er þúsundanna bróðir, 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.