Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 86
UMSAGNIR UM BÆKUR ef við hefðura ekki tafizt. En hefðum við það? er það nú alveg víst? og hvað kom- umst við í rauninni langt? Hvað er það að komast alla leið? og hefðum við komizt lengra undir öðrum skilyrðum? Guðirnir einir geta svarað því. Hitt veit ég, að Jakobína Sigurðardóttir hefur þegar komizt langt, ótrúlega langt. Ef til vill á hún eftir að komast lengra. Við skulum lifa í þeirri trú að við eigum ógert okkar bezta verk og við skulum deyja í þeirri trú. Kvæði Jakobínu Sigurðardóttur eru saga hennar sjálfrar, eins og ég sagði áðan, en þau eru mikið meira: Þau eru saga hennar sem íslendings á þeim sérstæðu tímum, sem hún lifir, heit af ást hennar á landi og þjóð. Kvæði hennar eru fögur, ljúf og yndisleg, þegar friður ríkir í brjósti hennar, en hlífð- arlaus og óvægin, jafnvel grimm og ákvæð, þegar hún rís upp til varnar því, sem hjarta hennar ann, en alltaf hreinskilin, tær, ein- læg og sönn, því svik verða ekki í list henn- ar fundin. — Litla stúlkan, sem ólst upp í því byggðariagi, sem nútíminn lagði í eyði, hún er hvortveggja í senn: húsfreyja í einni fegurstu sveit landsins og sú skáldkona, sem nú ber hæst með íslenzkri þjóð. Guðm. BöSvarsson. Steján Jónsson: Sendibréf frá Sandströnd Skáldsaga. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1960. IG minnir það hafi verið Steinn Stein- arr sem lét svo ummælt á prenti, að vandaðar skáldsögur væru einskonar sendi- bréf höfundanna, ætluð tiltölulega þröngum hópi lesenda. En hversvosem kann að vera upphafsmaður að samlíkingunni, kom hún mér í hug við lestur skáldsögu Stefáns Jóns- sonar, og er það kannski ekki tiltökumál, þar sem hún ber sendibréfsheiti, án þess þó að vera sendibréf að forminu til. Rakin er í skilmerkilegum inngangsköfl- um saga þorps. Síðan tekur við persónu- saga og sjálfslýsing bréfritarans, grundvöll- uð á dvöl hans og reynslu í þessu sama þorpi. Um slíka byggingu skáldsögu er ekki nema gott eitt að segja, ekki hvað sízt þeg- ar höfundi tekst jafn ágætlega að gæða frá- sögn sögumannsins grandvarleika, viðkunn- anlegri áferð og jafnvel ísmeygilegum skemmtilegheitum. Það er í rauninni nokk- uð sérstæður stíll, sem höfundurinn tileink- ar sér í bókinni, endurtekninga- og upp- rifjunar-stíll einskonar, sem fellur vel að efninu og verður síður en svo eins þreyt- andi og ætla mætti; höf. kann sér víðast hvar hóf. í einu hefur hann þó ofgert, vís- vitandi og í beinni afleiðingu af frásagnar- mátanum: hann freistast til að vefja atvik og einstöku persónur meiri dul en æskilegt er eða bein ástæða til. Kemur það stundum fram í því, að hann beinlínis forðast að leiða þær persónur skýrt fram, sem hann fjallar um; hefur sama háttinn og Adam og Eva í þjóðsögunni þegar þau leyndu sum- um bömum sínum fyrir guði almáttugum með þeim afleiðingum, að þau og niðjar þeirra dæmdust til að verða huldufólk. En það er af „huldufólki" þessarar skáldsögu að segja, að þrátt fyrir allt leggur höf. engu minni rækt við það en aðrar persónur bók- arinnar. Hann fer aðeins einum of varlega í að kynna það fyrir lesandanum, en þegar sú kynning er um garð gengin, stendur allt ljóslifandi fyrir hugarsjónum manns að lok- um. Aðrar eru svo þær persónur sögunnar — og í miklum meirihluta —- sem lesandinn þarf ekki að vera í neinum vafa um, villa ekki á sér heimildir og eru skýrt mótaðar frá upphafi, hver með sínum sérkennum. Nefni ég sem dæmi Pétur gamla Böðvars- 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.