Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 87
UMSAGNIR UM BÆKUR
son, listmálarann og kommúnistann, sem er
ágætlega útfærð lýsing á einstaklingi og
manngerð í senn. Og ekki má gleyma sögn-
manni sjálfum.
Þorvaldur menningarfulltrúi er að mín-
um dómi geysiathyglisverð persóna, ekki
aðeins fyrir það, að góðmennska hans,
mannkærleikur og skilningur virðist jaðra
við það ótrúlega, án þess þó að verða óraun-
sætt, heldur einkum og sér í lagi vegna
þeirrar sjálfsþekkingar sem hann virðist
þegar búinn að ná. Ætla mætti, að manni
sem svo ljóslega veit takmörk sín væri óhætt
í tilverunni; fétt er eins haldgott og að
þekkja eigin vankanta, að sagt er. Samt
mun það ekki vaka sérstaldega fyrir höf.
að láta líta svo út sem Þorvaldur hafi öðlazt
einhvem yfirmannlegan þroska og sé þar af
leiðandi fær í flestan sjó. Hitt myndi sönnu
nær, að höf. hafi nauðugur viljugur komizt
að þeirri niðurstöðu, að það sé „harkan,
sem gildir“ — en harkan er nú einmitt það,
sem Þorvald vantar, — og hann veit það.
Undir flestum kringumstæðum er hann þol-
andi, ekki gerandi. Hann er Ljósvíkings-
manngerðin, án þess þó að vera skáld. Svo
ólíkar sem aðstæður þeirra em, hans og
Ólafs Kárasonar, minna þeir harla mikið
hvor á annan. Uppruni beggja og uppeldi
virðast líka eiga hliðstæður.
Sendibréf frá Sandströnd er í senn þjóð-
félagsleg og sálfræðileg skáldsaga, einkum
þó sálfræðileg hvað snertir sjálfslýsingu og
-íhygli sögumanns. Ég er þeirrar skoðunar,
að þegar á allt sé litið reynist síðamefnda
atriðið öllu betur heppnað hjá höf. en hið
fyrra, og má hann vel við una, ef svo er.
Sannleikurinn er sá, að hann ætlast geysi-
mikið fyrir með sögunni í heild. Hún á
jafnvel að vera lýsing á þjóðfélaginu í hnot-
skurn. Og kannski er það þess vegna sem
Sandströnd verður næsta ósennileg sem ein
takmörkuð þorpsbyggð á íslandi; slík
glansmynd af þorpi er varla til í rauninni,
að ég hygg. Engu að síður verður það heill-
andi rammi utan um persónur og atburði
sögunnar. Það er a. m. k. blessunarlega
laust við lágkúru umfram það sem efni
standa til. En reisnin og glæsileikinn er þá
kannski í samsvarandi skyldleika við þró-
unina í íslenzku þjóðfélagi undanfarin ár.
Það er skoðun mín, að yfirleitt hafi Stef-
áni tekizt ágætlega með þessa sögu, um
sumt prýðisvel, og að á síðasta áratug hafi
ekki komið út margar íslenzkar skáldsögur
öllu athyglisverðari en hún. Hann hefur
skipað sér sess meðal ágætustu rithöfunda
okkar, þeirra vandvirkustu — og þeirra sem
þora að taka sér fyrir hendur samtímann.
Elías Mar.
Dínus saga drambláta
Riddarasögur 1
Háskóli íslands 1960.
Jónas Kristjánsson bjó til
prentunar.
Fyrir tveimur árum hófst fomritaútgáfa
á vegum Háskóla íslands með Skarðs-
árbók Landnámu sem Jakob Benediktsson
bjó til prentunar og bætti þar úr langri og
brýnni þörf með þeim ágætum að fárra
hefði verið. Háskólinn hefur nú látið prenta
annað fomrit, Dínus sögu drambláta, fyrsta
bindi í flokki riddarasagna sem margar eru
enn óprentaðar eða í ófullnægjandi útgáf-
um. Útgáfunefnd háskólans hefur nú látið
allskammt stórra höggva á milli og verður
nú framhalds beðið með eftirvæntingu.
Útgefandi Dínus sögu drambláta, Jónas
Kristjánsson (skjalavörður í Þjóðskjala-
safni), er enginn viðvaningur því að hann
hefur nú í rúman áratug gefið sig að vís-
indastörfum á þessu sviði; fyrstu árin í
Kaupmannahöfn undir handleiðslu Jóns
Helgasonar, en hin síðari hér í Reykjavík
og þá að vísu í hjáverkum. Á Hafnarárun-
77