Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um gaf hann út Spánverjavígin 1615 (frá- sögn Jóns lærða ásamt Víkinga rímum) og Valla-Ljóts sögu, en eftir heimkomuna hef- ur hann séð um útgáfu 9. bindis íslenzkra fornrita, Eyfirðinga sagna (Víga-Glúms saga og sjö aðrar íslendinga sögur og þætt- ir). Dínus saga drambláta er til í þremur gerðum; sú elzta er líklega frá 14. öld, næsta („miðgerð") frá 15.—16. öld, og hin yngsta sennilega frá 18. öld. Elzta gerð er fyrir- mynd hinna tveggja þótt yngsta gerð beri einnig nokkurn svip af sérkennum miðgerð- ar eins og útgefandi tekur fram, og hann lætur nægja að því er tekur til yngstu gerð- ar að prenta í inngangi nokkra orðrétta kafla og klausur auk þess sem hann gjörir grein fyrir handritunum sem liana varð- veita, án þess þó að fara út í rækilegan samanburð. Elzta gerð sögunnar er svo varðveitt að til eru af henni tvö álíka stór brot á leifum skinnbókar frá 15. öld í Árnasafni og nem- ur lesmál þeirra ríflega fjórðungi allrar sögunnar. En textinn er allur varðveittur í mörgum pappírshandritum frá 17. öld og síðari öldum og eru allar þessar uppskriftir (alls 23) runnar frá uppskrift sem gjörð hefur verið eftir skinnbókinni á meðan hún var enn heil (þó máð og torlæsileg á stöku stað eins og leifarnar eru nú). J. K. hefur leitt í ljós að ein sex þessara pappírshandrita hafa að geyma texta sem er nokkurs virði, en hin eru gagnslaus því að ekkert þeirra varðveitir leshætti sem geti verið upphaflegri en texti þeirra sex fyrr- nefndu. Þó er eigi svo að skilja að útgefandi sýni þessum seytján handritum engan sóma í innganginum; hann greinir frá uppruna þeirra eftir því sem kostur er á, skyldleika við aðrar uppskriftir og tínir til dæmi um afbrigðilega leshætti þeirra. Þess má geta að nítján þessara pappírs- handrita eru varðveitt hér í Reykjavík, (í Landsbókasafni), en hin fjögur erlendis (þrjú í Stokkhólmi og eitt í Lundúnaborg). Prentun sjálfs textans hagar J. K. svo að hann birtir texta skinnbókarbrotanna svo langt sem þau ná, en fyllir eyðurnar með bezta pappírsbókartextanum og prentar þá neðanmáls orðamun hinna pappírsbókanna fimm (þó með nokkrum takmörkunum að því er tekur til eins af þrem flokkum þess- ara handrita og er það frávik á gildum rök- um reist). Hér er eins og í öðrum stafréttum útgáf- um fylgt stafsetningu handritanna sjálfra, — en auðvitað leyst úr böndum (án skálet- nrs) og skammstafanir fylltar í svigum. Sömuleiðis er fylgt greinarmerkjasetningu hlutaðeigandi handrits. Er satt að segja að hvorugt er til hagræðis venjulegum nútíma lesendum, enda er útgáfan ekki fyrst og fremst ætluð þeim. Miðgerð sögunnar er ekki til nema í tveimur pappírsbókum frá 17. öld og er önn- ur skrifuð af Jóni Gissurarsyni (hálfbróð- ur Brynjólfs biskups), en hina hefur séra Jón Erlendsson ritað — og sennilega eftir handriti nafna síns. Ámi Magnússon komst yfir bæði þessi handrit á sínum tíma og með þeim virðist þessi gerð sögunnar hverfa úr landinu, því að engar aðrar uppskriftir hafa fundizt. Það var því tiltölulega einfalt verk að gjöra hinn prentaða texta þessarar gerðar úr garði þegar gengið hafði verið úr skugga um að eitt handrit aðeins kom til greina. Hann er prentaður hér næst á eftir elztu gerð. Rímur hafa tvisvar verið kveðnar af Dín- us sögu og í bæði skiptin farið eftir elztu gerð hennar. Dínus rímur hinar fomu em taldar kveðnar á fyrra hluta 15. aldar. Tilgangur þessarar útgáfu er að leiða í Ijós hvemig varðveizlu textans er háttað, greiða úr þeirri margslungnu flækju sem venjulega er fömnautur margra uppskrifta af sömu sögu, og búa síðan niðurstöðuna í 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.