Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 90
MÁL OG MENNING Tvær fyrstu bækurnar í myndlistarflokki Máls og menningar, sem prentaðar eru er- lendis, eru nú á leið til landsins og ættu að geta komið út ekki miklu síðar en þetta hefti Tímaritsins. Onnur bókin, Cézanne, telst til félagsbóka fyrra árs, en hin, Velazquez, er fyrsta bók ársins 1961. Ef þessi nýbreytni í útgáfustarfi félagsins mælist vel fyrir verður haldið áfram á sömu braut og má vænta þess að ein myndlistarbók geti komið út á ári hverju. Onnur félagsbók þessa árs mun svo koma út í marz, en það er Fjallaþorpið, kínversk skáldsaga eftir höfund að nafni Jeh Tsjún-tsjen. Hannes Sigfússon hefur þýtt bókina en Halldór Kiljan Laxness ritar inngangsorð. Halldór kemst meðal annars þannig að orði um bókina í innganginum: „Eg segi fyrir mig, fátt sem ég hafði áður lesið eftir kínverja hefur birt mér á grann- skygnari hátt eðli kínversku byltíngarinnar, en hún var bændabyltíng í frumstæðu landi þvert ofaní alt sem Marx hafði spáð, enda nefndi Stalín hana leingstum með orði sem á ensku hefur verið þýtt peasant banditry. Ekki síst sakir þess að Kína sjálft er í bókinni dregið saman í ofurlítið afskekt f jallaþorp sér lesandinn fyrir sér í hnotskurn þessa þátta- skiftaöld einsog hún gerðist með sveitafólki í hinu stórfeingilegasta höfuðlandi heimsins." Tvær bækur sem Heimskringla gefur út eru nú í prentsmiðjunni. Onnur þeirra er ljóða- bók eftir Hannes Sigfússon, Sprek á eldinn. Þetta er fjórða bók Hannesar, en tíu ár eru nú liðin síðan hann gaf síðast út ljóðabók. Áður hefur Heimskringla gefið út eftir hann skáldsöguna Strandið, 1955, og vakti sú bók mikla athygli. Bók Hannesar kemur út í marz. Þá er verið að setja bók eftir Skúla Guðjónsson bónda á Ljótunnarstöðum. Nefnist hún Bréf úr myrkri. Ekki er ótrúlegt að mörgum muni leika forvitni á að lesa þessa skemmti- lega skrifuðu bók um reynslu höfundar eftir að hann missti sjónina, „reikningsskil manns, sem orðið hefur fyrir því óhappi að missa sjón sína á miðjum aldri, frásögn af því, hvemig hann hefur reynt að læra á lífið að nýju og að finna veg, þar sem enginn vegur virtist vera“, eins og höfundur segir sjálfur í formála fyrir bók sinni. 80

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.