Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 7
ÍSLENZK ÞJÓÐERNISMÁL ingarræðu sinni sagði Björn M. Ólsen: „AS íslenzka þjóðin væntir sér góðs af háskólanum, það hefur alþingi íslendinga sýnt með því að ákveða, að stofnun hans skuli fara fram á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar ...“ Um stofnun háskólans segir Guðni Jónsson: „Þjóðina hafði dreymt um að eignast háskóla, og draumurinn hafði rætzt“, og „hinum unga háskóla var fagnað sem óskabarni þjóðarinnar og sigurtákni í sjálfstæðisbaráttu hennar.“ Hefur háskólinn reynzt óskabarn íslendinga, og hversu annt hefur þing og stjórn látið sér um hann? Fimmtíu ár eru ekki langur tími í sögu háskóla. Flestir háskólar álfunnar eru miklu eldri og rótfastari, eiga sér langa þroskasögu. Háskóli Islands var í upphafi reistur af litlum efnum, frekar af þjóðarvilja en mætti. íslendingar höfðu ekki úr miklu að spila árið 1911. Við stofnun hans gerðist ekki annað en sameinaðir voru lagaskóli, prestaskóli og læknaskóli og bætt við heimspeki- deild þar sem íslenzkudeild var innifalin. Hann var því frekar vísir að háskóla en fullgildur háskóli, gegndi litlu öðru hlutverki en að útskrifa embættismenn og sinna kennslustörfum. Brautryðjendunum var það vel ljóst. Björn M. Ólsen segir í setningarræðu sinni: „... Vér megum ekki gera oss neinar gyllingar eða þykjast hafa himin höndum tekið, þó að vér höfum fengið menntastofnun með háskólanafni . .. Þrjár af deildum háskólans standa að vísu á gömlum merg, þær sem til eru orðnar upp úr eldri skólum: guðfræðisdeildin, laga- deildin og læknadeildin, og þær eru bezt úr garði gerðar, að því er snertir kennslukrafta. En þó er varla við því að búast fyrst í stað, að þær geti sett markið hærra en það að vera góðar undirbúningsstofnanir fyrir embættis- menn, eins og gömlu skólarnir vóru áður . .. Heimspekideildin stendur þó enn verr að vígi. Þar er einn kennslustóll í heimspeki, einn í íslenzkri tungu og íslenzkri menningarsögu og einn í sögu íslands. Þeir sem vita, hve nauðsyn- legt það er fyrir hvern mann, sem vill læra íslenzku til nokkurrar hlítar, að kunna önnur germönsk mál, t. d. sér í lagi gotnesku, og jafnvel hin fjarskyld- ari indo-evrópeisku mál, svo sem fornindversku, og að bera skyn á saman- burðarmálfræði, þeir geta farið nærri um, hve mikil vöntun það er, að ekki er neinn kennslustóll í öðrum málum en íslenzku og enginn í samanburðarmál- fræði. Líka er hætt við að kennslan í íslandssögu komi ekki að fullum notum, þar sem enginn kennslustóll er í almennri sagnfræði og enginn í sögu annarra NorðurlandaþjóSa. Eg tek þetta aðeins sem dæmi þess, hve mikið vantar við heimspekideildina, af því að það er svo bagalegt fyrir kennsluna í íslenzkum fræðum. StærSfræðisdeild og náttúruvísinda vantar alveg.“ Enginn skyldi þó lá þeirri kynslóð sem grundvallaði háskólann þótt hún megnaði ekki að gera 341
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.