Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 7
ÍSLENZK ÞJÓÐERNISMÁL ingarræðu sinni sagði Björn M. Ólsen: „AS íslenzka þjóðin væntir sér góðs af háskólanum, það hefur alþingi íslendinga sýnt með því að ákveða, að stofnun hans skuli fara fram á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar ...“ Um stofnun háskólans segir Guðni Jónsson: „Þjóðina hafði dreymt um að eignast háskóla, og draumurinn hafði rætzt“, og „hinum unga háskóla var fagnað sem óskabarni þjóðarinnar og sigurtákni í sjálfstæðisbaráttu hennar.“ Hefur háskólinn reynzt óskabarn íslendinga, og hversu annt hefur þing og stjórn látið sér um hann? Fimmtíu ár eru ekki langur tími í sögu háskóla. Flestir háskólar álfunnar eru miklu eldri og rótfastari, eiga sér langa þroskasögu. Háskóli Islands var í upphafi reistur af litlum efnum, frekar af þjóðarvilja en mætti. íslendingar höfðu ekki úr miklu að spila árið 1911. Við stofnun hans gerðist ekki annað en sameinaðir voru lagaskóli, prestaskóli og læknaskóli og bætt við heimspeki- deild þar sem íslenzkudeild var innifalin. Hann var því frekar vísir að háskóla en fullgildur háskóli, gegndi litlu öðru hlutverki en að útskrifa embættismenn og sinna kennslustörfum. Brautryðjendunum var það vel ljóst. Björn M. Ólsen segir í setningarræðu sinni: „... Vér megum ekki gera oss neinar gyllingar eða þykjast hafa himin höndum tekið, þó að vér höfum fengið menntastofnun með háskólanafni . .. Þrjár af deildum háskólans standa að vísu á gömlum merg, þær sem til eru orðnar upp úr eldri skólum: guðfræðisdeildin, laga- deildin og læknadeildin, og þær eru bezt úr garði gerðar, að því er snertir kennslukrafta. En þó er varla við því að búast fyrst í stað, að þær geti sett markið hærra en það að vera góðar undirbúningsstofnanir fyrir embættis- menn, eins og gömlu skólarnir vóru áður . .. Heimspekideildin stendur þó enn verr að vígi. Þar er einn kennslustóll í heimspeki, einn í íslenzkri tungu og íslenzkri menningarsögu og einn í sögu íslands. Þeir sem vita, hve nauðsyn- legt það er fyrir hvern mann, sem vill læra íslenzku til nokkurrar hlítar, að kunna önnur germönsk mál, t. d. sér í lagi gotnesku, og jafnvel hin fjarskyld- ari indo-evrópeisku mál, svo sem fornindversku, og að bera skyn á saman- burðarmálfræði, þeir geta farið nærri um, hve mikil vöntun það er, að ekki er neinn kennslustóll í öðrum málum en íslenzku og enginn í samanburðarmál- fræði. Líka er hætt við að kennslan í íslandssögu komi ekki að fullum notum, þar sem enginn kennslustóll er í almennri sagnfræði og enginn í sögu annarra NorðurlandaþjóSa. Eg tek þetta aðeins sem dæmi þess, hve mikið vantar við heimspekideildina, af því að það er svo bagalegt fyrir kennsluna í íslenzkum fræðum. StærSfræðisdeild og náttúruvísinda vantar alveg.“ Enginn skyldi þó lá þeirri kynslóð sem grundvallaði háskólann þótt hún megnaði ekki að gera 341

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.