Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 13
ÍSLENZK ÞJÓÐERNISMÁL sameign handritanna við Dani. Þessar tillögur hlutu góðar undirtektir á Islandi og urðu síðar uppistaðan í frumvarpi dönsku ríkisstjórnarinnar. Loks ber fráfarandi menntamálaráðherra, Jörgen Jörgensen, heiður af því að leiða handritamálið til góðra lykta, þó að andstæðingar hans á þingi brygðu fæti fyrir að sú ósk hans rættist að mega í ráðherratíð sinni afhenda íslendingum handritin. Lögin gera ráð fyrir skiptingu Árnasafns, en eftir afhendingarreglum sem samkomulag hefur orðið um milli ríkisstjórna íslendinga og Dana og ráð- gjafanefnda þeirra um handritaskiptinguna fær Háskóli íslands til varðveizlu og umsjár meginhluta íslenzku handritanna úr Ámasafni og einnig mörg handrit úr Konungsbókhlöðu, og þó að íslendingar fái ekki kröfum sínum fullnægt út í æsar, eru málsúrslit mjög viðunanleg. Mest eftirsjá er í handrit- um konungasagna sem Dönum eru látin eftir, nema djásnið sjálft, Flateyjar- bók, kemur í hlut íslendinga. Alls eru handritin sem við eigum von á nálægt tveim þúsundum. Um leið og von er á handritunum heim er eins og vér sjáum þau allt í einu í nýju ljósi, ofar stund og stað, og oss sé lyft á hæsta sjónartind íslandssög- unnar með útsýn yfir aldirnar og fram í tímann. Þessi handrit eins og vér höfum séð þau í Árnasafni láta ekki mikið yfir sér. Það fer ekki mikið fyrir þeim. Þau komast fyrir í rúmgóðri stofu. Sum þeirra eru óneitanlega fagrir gripir en fleiri óásjáleg, mórauð máð og slitin, fjöldi þeirra svo illa farin að þau eru að dómi próf. Jóns Helgasonar ekki ferðafær til íslands nema gert sé við þau áður. Þó er varðveittur á þessum blöðum sá auður sem flestar þjóðir mega öfunda oss af og eini auður vor frá fyrri öldum. Varla hafa þau mikið aðdráttarafl í augum framandi gests er kemur að skoða þau sem safngripi og hefur engin tengsl við tungu þeirra sögu eða þjóðerni. Jafnvel þeir sem vita að á þau eru skráðar miklar bókmenntir, en aðgreina ekki handrit frá prentaðri bók og meta ef til vill prentuðu bókina meira af því hún er aðgengilegri, geta látið sér fátt um handritin finnast, litið á þau sem forngripi og dauðar skræður. Þeir sem sljóir eru fyrir verð- mætum geta í háði nefnt þau skinnpjötlur og rifrildi. Þó lifir á spjöldum þeirra allur orðstír íslendinga. Enginn hlutur kemur af sjálfu sér og ekki heldur sá skilningur sem til þarf að taka með réttu hugarfari á móti öðrum eins verðmætum og handritin eru eða kunna að meta þau að verðleikum. Eða hvers vegna eru þau svo máð og fúin og illa leikin? Því veldur ekki aldurinn einn þó að vitaskuld vinni hann á þeim. Hátt á þriðju öld hafa flest þeirra legið í söfnum í Höfn, en þar áður áttu þau sér lengri feril og ævintýralegri, 347
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.