Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 13
ÍSLENZK ÞJÓÐERNISMÁL sameign handritanna við Dani. Þessar tillögur hlutu góðar undirtektir á Islandi og urðu síðar uppistaðan í frumvarpi dönsku ríkisstjórnarinnar. Loks ber fráfarandi menntamálaráðherra, Jörgen Jörgensen, heiður af því að leiða handritamálið til góðra lykta, þó að andstæðingar hans á þingi brygðu fæti fyrir að sú ósk hans rættist að mega í ráðherratíð sinni afhenda íslendingum handritin. Lögin gera ráð fyrir skiptingu Árnasafns, en eftir afhendingarreglum sem samkomulag hefur orðið um milli ríkisstjórna íslendinga og Dana og ráð- gjafanefnda þeirra um handritaskiptinguna fær Háskóli íslands til varðveizlu og umsjár meginhluta íslenzku handritanna úr Ámasafni og einnig mörg handrit úr Konungsbókhlöðu, og þó að íslendingar fái ekki kröfum sínum fullnægt út í æsar, eru málsúrslit mjög viðunanleg. Mest eftirsjá er í handrit- um konungasagna sem Dönum eru látin eftir, nema djásnið sjálft, Flateyjar- bók, kemur í hlut íslendinga. Alls eru handritin sem við eigum von á nálægt tveim þúsundum. Um leið og von er á handritunum heim er eins og vér sjáum þau allt í einu í nýju ljósi, ofar stund og stað, og oss sé lyft á hæsta sjónartind íslandssög- unnar með útsýn yfir aldirnar og fram í tímann. Þessi handrit eins og vér höfum séð þau í Árnasafni láta ekki mikið yfir sér. Það fer ekki mikið fyrir þeim. Þau komast fyrir í rúmgóðri stofu. Sum þeirra eru óneitanlega fagrir gripir en fleiri óásjáleg, mórauð máð og slitin, fjöldi þeirra svo illa farin að þau eru að dómi próf. Jóns Helgasonar ekki ferðafær til íslands nema gert sé við þau áður. Þó er varðveittur á þessum blöðum sá auður sem flestar þjóðir mega öfunda oss af og eini auður vor frá fyrri öldum. Varla hafa þau mikið aðdráttarafl í augum framandi gests er kemur að skoða þau sem safngripi og hefur engin tengsl við tungu þeirra sögu eða þjóðerni. Jafnvel þeir sem vita að á þau eru skráðar miklar bókmenntir, en aðgreina ekki handrit frá prentaðri bók og meta ef til vill prentuðu bókina meira af því hún er aðgengilegri, geta látið sér fátt um handritin finnast, litið á þau sem forngripi og dauðar skræður. Þeir sem sljóir eru fyrir verð- mætum geta í háði nefnt þau skinnpjötlur og rifrildi. Þó lifir á spjöldum þeirra allur orðstír íslendinga. Enginn hlutur kemur af sjálfu sér og ekki heldur sá skilningur sem til þarf að taka með réttu hugarfari á móti öðrum eins verðmætum og handritin eru eða kunna að meta þau að verðleikum. Eða hvers vegna eru þau svo máð og fúin og illa leikin? Því veldur ekki aldurinn einn þó að vitaskuld vinni hann á þeim. Hátt á þriðju öld hafa flest þeirra legið í söfnum í Höfn, en þar áður áttu þau sér lengri feril og ævintýralegri, 347

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.