Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 17
ÍSLENZK ÞJÓÐERNISMÁL starísemi við handritin, húsakynni íslendinga og fátækt væru slík að handritin mundu grotna þar niður. En hér var um björgunarstarf að ræða af sama tagi og einatt endranær gagnvart nýlendum og þjóðum minni máttar, af sama tagi og klingir við enn í dag á íslandi. Handritunum var sópað burtu eins og öðru úr eigu landsmanna, slíkt var ekki annað en rökrétt afleiðing af afbrotum þeirra sem á Sturlungaöld báru ekki gæfu til að vernda fjöregg þjóöarinnar: sjálfstæðið. Einn safnarinn sem hlóð skip sitt þessum dýrgripum sökk með farminum í Atlantshaf. Enginn veit hver verðmæti týndust þar. Annar sá sem mest kvað að hafði safnað blóma þeirra saman í Skálholti þar sem hann dvaldist vetrarlangt og lét senda þau á eftir sér með dönsku herskipi til Hafnar. Jón Helgason fer um það svofelldum orðum í Handritaspjalli: „... og þá voru bækur Árna Magnússonar reiddar þangað úr Skálholti á 30 hestum. Þessi lest með sín þungu koffort er eins og táknmynd um niðurlæging íslands þar sem hún silast áfram með bækur þess úr hinum foma menningarhöfuðstað til hins danska skips í Hafnarfirði.“ Stór hluti af þessu safni fórst í hinum mikla bruna í Kaupmannahöfn skömmu síðar, 1728. Hverjum íslendingi sem veit þessa sögu alla, og þó hann skynji ekki nema brot af henni, verður þungt um hjarta að hugsa til þessara hluta. En niðurlægingin var ekki nema önnur hlið málsins. Þjóðhöfðingjar NorÖurlanda gerðu ekki út sendimenn sína til að smala íslenzkum handritum í bj örgunarskyni við þau. Þeir ásældust þau eftir að vitnaðist meðal fræðimanna af ritum Arngríms lærða að á hinar fomu skinnbækur íslendinga voru skráð rök fyrir sögu og tilveru þessara ríkja og stefna húmanismans erlendis tók að beina huganum að þjóðfræðum almennt. Fyrir þessu er gerð hin skýrasta grein í hinu mikla riti Jakobs Benediktssonar um Arngrím lærða. Nokkrir erlendir reyfarahöfundar höfðu fundið upp þann hátt að gera ísland vegna fjarlægðar að efniviði skringilegra frásagna og skrifa níðrit um Island. Þessi endurtekni óhróður um land og þjóð varð til þess að Amgrímur lærði, sennilega að tilhlutan Guðbrands biskups, reis upp og samdi varnarrit á latínu fyrir íslendinga svo sem frægt er orðið. Þar var málsvöm íslands í fyrsta sinn flutt fyrir umheiminum, en um leið lýsti Arn- grímur hinum þjóðlega arfi íslendinga og bókmenntaauði þeirra og vakti þar með athygli á honum erlendis. Með stoltum orðum lýsir Jón Helgason þessu: „Á árinu 1593 gerðist sú nýjung í menningarlífi íslendinga að prentuð var í Kaupmannahöfn lítil bók á latínu, samin af íslenzkum höfundi: Arngrimus Jonas Islandus stendur á titilblaðinu, það er útlagt Arngrímur Jónsson íslend- ingur. Þetta er í fyrsta sinni að íslenzkur maður kveður sér hljóðs erlendis með því að birta á prenti bók á alþjóðatungu lærðra manna, sem þá var; í 351
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.