Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ast á hann. Bandaríkjamenn gera allt til þess að níða hann og rægja. Einn þeirra sagði við mig nýlega: „Castró, það þýðir vanaður. Hann hefur verið vanaður, þegar hann var í fangelsi.“ Ég get sagt ykkur, að þegar svona menn tala eða skrifa um Castró, þá minna þeir mig mest á gamlar kerlingar í saumaklúbb, sem eru að tala um léttúðar- drós. Það er hræðilegt til þess að vita hví- líkan óþverra menn geta látið út úr sér. Og þessar löngu ræður hans, ég hef hlust- að á þó nokkrar. Það liggur í augum uppi, að ef við leggjum grískan mælikvarða á mælskulist, þá talar Castró of mikið. Lysias talaði minna. Castró er það ekkert metnað- armál að verða mælskusnillingur. Ræður hans eru fyrst og fremst fræðsluerindi. Eina leiðin til að ná til allra landsmanna er að tala í útvarp. Eftir að kaupfélög voru stofnuð, kemur sveitafólkið saman í hinum stóru sölum alþýðuverzlananna til þess að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Mér þótti mikið í þetta fólk spunnið. Það skipt- ir litlu máli hvort það var læst eða ólæst. í hverri byltingu verður til menning, sem runnin er af byltingarreynslunni sjálfri. Ég fann, að allir þeir, sem ég talaði við, báru undravert skyn á eðli byltingarinnar. En það nær ekki heldur lengra, ef á að skýra fyrir þeim vandamál, t. d. efnahagslegt vandamál — þá tekur það vitaskuld sinn tíma. Castró gerir rækilega grein fyrir því hvað fyrir honum vakir með umbótum sínum. Hann er þungur á sér. Hann fer meinhægt af stað. Svo sækir hann smám saman í sig veðrið. Loksins færist hann allur í aukana vegna hrópa áheyrendanna, sem láta sig al- drei vanta. Þá verður hann allt í einu ein- kennilega mælskur, að vísu nokkuð ofsa- fenginn og vanstilltur á köflum, en honum tekst samt glæsilega upp. Þegar hann segir frá atburði eða skýrir vandamál, þá getur hann talað í tvo tíma og jafnvel allt upp í fjóra. En hvers vegna hafa Bandaríkjamenn aldrei spurt. — Kem- ur það heim við einstaklingshyggju þeirra að spyrja ekki? Af hverju hlusta menn á hann í fjóra tíma? Horfum snöggvast á þetta frá þeirra sjónarmiði. Þama er vit- firringur, sem talar í fjóra klukkutíma sam- fleytt! En fólkið, sem hlustar á hann, er það beitt valdi til þess af lögreglunni? Fólk- ið hlustar á hann af svo mikilli hrifningu, að það munar minnstu að það hrópi „011é!“ Hvers vegna? Bandaríkjamenn hafa aldrei reynt að skilja það. Þeir sjá ekki samhug Kúbumanna. „Álítið þér, aS ríkisstfórn Bandaríkj- anna, eSa þá klíka innan hennar eSa hers- ins, hafi tekiS beinan og virkan þátt i und- irbúningi þeirrar árásar, sem nýlega var gerS á Kúbu?“ — í fyrra skiptið sem ég var á Kúbu í marz 1960 þá vörpuðu flugvélar frá Florida annað slagið íkveikjusprengjum yfir borgir og þorp, en þó aðallega yfir sykurreyrekrur. Kúbumenn voru svo heppnir, að ein þessara véla varð að nauðlenda, og Castró gat sýnt það og sannað í sjónvarpi, að flugmaðurinn var Bandaríkjamaður og sprengjustjóri hans fyrrverandi lögreglustjóri Batista. Bandaríkjamenn viðurkenndu allt sam- an, en þeir sögðu: „Við getum ekkert við þetta ráðið. Það eru flugvellir alls staðar og Bandaríkin eru frjálst land. Ef menn kaupa sér flugvél, þá hafa þeir rétt til að nota hana. Ilvemig getið þið mælzt til þess, að við höfum gæzlu á allri strandlengju Florida?" Það er ekki heil brú í þessari röksemda- færslu, af því að ef þeir hefðu sagt við ábyrga menn úr hópi flóttamanna frá Kúbu: „Nú er nóg komið, þið verðið að hætta þessu!“ þá hefðu þeir gert það. Sama mætti segja um plastsprengjurnar. Það eru gerð- ar húsrannsóknir. Hundrað þrjátíu og fimm 410
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.