Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 81
LEIKHÚS með er hann orðinn að þolanda í þeim leik; en fólkið, sem með vinnu sinni stendur undir sníkjudýrunum á engan fulltrúa í þessum leik (Óla hefur ekki gert annað en fara í „skóna hennar Gunnu frænku“) og þarmeð er leikurinn ekki þverskurður held- ur afmörkuð mynd af einstökum þætti í þjóðlífinu. Þessi þáttur er sníkjulífið. Þess- um þætti vill H.K.L. halda að okkur svo við getum fellt yfir honum dóm. Og vissulega er þetta ekki að ófyrirsynju því í jafn demókratíseruðu félagi og hér geta slíkir þættir hrörnandi yfirstéttar sýkt svo frá sér með útbreiðslu hugsunarháttarins, að ástæða sé til að örvænta. Og nú virðast ávextir þessa hugsunarháttar vera orðnir a. m. k. svo miklir að ýmsum skýrleiks- mönnum finnst sem hér sé á ferðinni þver- skurðarmynd af öllu þjóðlífinu — og þá væntanlega sjálfum þeim líka! Strompleikur er á köflum skínandi vel saminn, lífsþráðum persónanna er hagan- lega saman slungið og hver þeirra og ein mörkuð skýrum og föstum dráttum. Þó mættu ýmsir sakna í sálarlífi persónanna þess hreinræktaða sadisma, sem oftast er óbrigðull fylgifiskur í slíku sníkjudýrasel- skapi (er reyndar að verða ríkur þáttur í daglegu lífi Reykvíkinga svo dæmi eru þess að ýmsir hafi ekki verið með öllu saklausir þegar aðrir hafa burtkallast fyrir aldur fram). Mörg samtöl eru vel samin og stund- um bráðsnjöll, einstök tilsvör svo hnittin að firnum sætir. Hins vegar slaknar stundum sá þandi strengur sem verður að vera í leik- sviðssamtali og virðist þetta koma af því hvað höfundi er ósýnt um expósisjón leik- ritsformsins, þ. e. að kynna persónur og stöðu þeirra með eðlilegum hætti. Það má gera með flestum ráðum öðrum en þeim, að láta fólk setjast niður og þylja frásögu — þó útyfir taki þegar frásögnin er um þann, sem talað er við eins og gerist í fyrsta þætti milli Ljónu og Kúnstners Hansens. Verstur að þessu leyti er vitaskuld fyrsti þátturinn, þar slaknar þráðurinn a. m. k. fjórum sinnum svo bagi er að. Þetta eru hvimleiðir smámunir, sem hægt hefði verið að bæta. Sem skáld er Kiljan löngu orðin föst stærð og blívanleg og sem leikritaskáld tekur hann merkjanlegum framförum frá Silfurtungli til Strompleiks og má það kall- ast einstætt afrek af höfundi, sem jafnlengi og árangursríkt hefur stundað hina epísku skáldsögu, að venda með svo glæsilegum hætti í jafn óskylt form. Eftir það átak, sem hann virðist hafa gert í þeim efnum má við miklu búast og meiru jafnvel en því, sem þegar er komið. Lokaatriði leiksins virðist hafa þvælst fyrir sumum, að vonum, og kem ég að því síðar í öðru sambandi. Víkjum nú að hlutverkunum um stund. Frú Ólfer er ekkja af góðum ættum, full- trúi þess, sem eftir lifir af gömlu yfirstétt- inni, sem botnféll í umrótinu. Hún er ófær um að semja sig að nýjum háttum og af- neitar þessvegna umhverfinu og verður skrípamynd, en heldur þó samúð vegna þrá- hyggju sinnar, sem ber keim af stolti og reisn í þessum hráslagalegu kringumstæð- um. Mannleg í niðurlægingunni þrátt fyrir „líknarverkið" og hræið í strompinum. Guðbjörg Þorbjamardóttir mótar þessa konu skemmtilega og ljóslifandi á köflum. Hún hefur vald yfir allri hennar vem — þó er stöku sinnum eins og hún skripli á persónunni og detti stund og stund út úr hlutverkinu. Ljóna Ólfer, dóttir hennar, á annars veg- ar að vera mótuð mjög sterkt af móður sinni og lífsformum burtkallaðs félagsfyrir- bæris, hins vegar af hinum „nýju kringum- stæðum“. „Viljann“ og þráhyggjuna til söngs ásamt blindunni á getuleysi sitt hef- ur hún frá móðurinni. Á hinn bóginn lifir hún, að svo miklu leyti sem hún lifir, í fé- lagsskap, sem móðirin (og þarafleiðandi 415

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.