Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 89
UMSAGNIR UM BÆKUR Elias Mar: Sóleyjarsaga Skáldsaga. Helgafell, Reykjavík. 1954 og 1959. orpið er borg, stórborg. Og sú stórborg er þorp. Unt miðja tuttugustu öld er höfuðstaður lýðveldisins unga, Reykjavík, byggður sextíu þúsund mannverum, og það lætur nærri að vera þriðjungur þess fólks- fjölda sem kallast íslenzk þjóð.“ Þannig hefst Sóleyjarsaga og í þessari nýju stórborg gerist hún. Og hér er víða sagt skemmtilega frá hinum unga höfuð- stað: „Ymsir hafa látið þau orð falla að menn- ingu þessa einstæða samblands stórborgar og þorps sé að mörgu leyti mjög vel farið. Um það bil einn af hverjum þúsund íbúum er í sinfóníuhljómsveit. Við augum útlend- ings sem tekur land á flugvelli borgarinnar blasir sviphrein stórbygging, sem hann fær vitneskju um að vera muni háskóla eyjar- skeggja, stofnsettur árið 1911. Á þetta lízt þeim útlenzka prýðisvel og fær ekki varizt því að brosa góðlátlega. Svo þegar hann fer að ganga um borgina, kemst hann brátt að raun um, að svo til önnur hver verzlun er bókaverzlun, en hvergi sést höndlað með áfengan drykk. Þá veltir útlendingurinn vöngum, gerist alvarlegur og segir: Stór- furðulegt. Þessi þjóð stendur á geysiháu menningarstigi." í þessari borg er braggi. Bragga þessum er skipt í tvennt. Oðru meg- in býr Jón „hérnamegin" drykkjusjúkling- ur, með trúaðri konu og þrem börnum, sem öll„ fara í hundana" meira eða minna, hvert á sinn liátt. f hinum enda braggans býr Jón „hinumegin“ guðlaus kommúnisti, reglumaður á vín og að því er virðist prýði- legur heimilisfaðir. Kona hans er „sæl og feimin" þegar velgengni barna þeirra berst í tal, en þau setja met í íþróttum ellegar eru á smíðanámskeiðum á kvöldin. Sem sagt fyrirmyndar fjölskylda. Þessar braggafjöl- skyldur eru því eins gerólíkar og mest má verða. Höfundur grípur ekki til þess ráðs að tefla saman þessum ólíku fjölskyldum t. d. til að sýna okkur hvers vegna önnur fjöl- skyldan leysist upp í vesöld, en hin heldur áfram sínu hamingjusama lífi meðan bókin endist. Segja má að bókin fjalli öll um fjöl- skyldu Jóns „hérnamegin". Lesarinn verð- ur heimamaður þeim megin braggans, en gestur hinum megin. Aðalpersóna bókarinnar er Sóley dóttir Jóns „hérnamegin" og Sigríðar konu hans. Ilún fer í vist til ríkra hjóna, er rekin af húsmóðurinni fyrir að hafa sofið hjá hús- bóndanum. Stundar ýmsa aðra vinnu, en sjaldan lengi í einu og lendir í ástandinu unz hún í bókarlok gerist ráðskona hjá barnmörgum ekkjumanni. Sóley er um margt vel gerð persóna. Hún er greind al- þýðustúlka, en ekki táknræn ástandsmær, enda nær ástandið ekki þeim tökum á henni, sem á vinkonum hennar er halda hina sömu leið. Það er líkast sem ástandið veiti henni fyrst og fremst þroska og lífsreynslu, en spilli henni ekki til muna. Enn betur hefur Elíasi þó tekist með frú Sigríði móður Sól- eyjar. Svo sönn og eðlileg er þjáning þess- arar konu, og svo innilegur er skilningur höfundarins á örlögum hennar að persónan stendur bráðlifandi fyrir hugarsjónum les- arans. Að þessu frátöldu má segja að helztu kostir sögunnar séu skemmtilegar og hisp- urslausar lýsingar á Reykjavík eftirstríðs- áranna, gott mál og lipur og fágaður stíll, sem höfundur heldur snurðulaust söguna á enda. Það eitt útaf fyrir sig er nokkurt af- rek. Aftur á móti eru sumar persónur sög- unnar ýktar eða miður hefur tekizt með sköpun þeirra á annan hátt. Sumar eru næstum þekkjanlegar úr öðrum samtíma- sögum reykvískum t. d. úr Atómstöðinni. 423
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.