Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 7
VERULEIKI OG YFIRSKIN en vafasamt hvort slíkar aðstæður séu yfirleitt hugsanlegar í þessari hálfu heimsins eins og þróuninni er nú komið. íslenzk menning nýrri tíma hefur verið mikil þegar hún hefur ekki snú- ið sér frá þjóðlífinun í tepruskap, heldur glímt við veruleika þess; þeg- ar hún hefur haft nægan þrótt og þor til að stuðla að endursköpun þess, og blásið landslýð í brjóst því trausti að honum væri ekki ofurefli að móta samfélagið skynsamlega og við sitt hæfi, en þyrfti ekki að vera leiksopp- ur afla sem hann hefði engin tök á. Það er raunar að skilja: þegar hún liefur haft byltingarsinnað inntak. Þannig náði íslenzk menning bylting- arsinnuðum hápúnkti fyrir og um miðja 19. öld, og bjó að árangri þess róttæka áhlaups fram yfir aldamót, þó því tjói ekki að neita að eymd þjóðlífsins og ofstyrkur tregðuaflsins leyfðu aldrei þessum byltingarsinn- uðu þáttum að eflast til fulls þroska. íslenzk menning átti annað bylting- arsinnað blómatímabil um það bil á síðustu tveim áratugunum fyrir lýð- einhverju dauffadái, óttann við aff þjóðin muni brátt lognast alveg útaf. Þessi fjandi lífleysisins heitir t. d. holtaþoka hjá Fjöln- ismönnum; „viff getum fengið nóg af aung- vitum þó við biðjum ekki,“ segir Jón Sig- urffsson (Bréf, nýtt safn, bls. 236); „Þaff hefur lengi veriff svo að orffi kveffiff um oss íslendinga, að vjer svæfum og þyrftum endilega að vakna,“ stendur í fyrsta tölu- blaði Þjóðólfs. veldisstofnunina, og nú í fyllri merk- ingu, þar eð rætur byltingarafls henn- ar stóðu nú í þjóðfélaginu sjálfu miklu fremur en á 19. öld, þegar póli- tíkin og menningin áttu oft við að etja það ídealistíska ósamkomulag sem gagnbyltingaröflum Evrópu tókst að vekja á afturhaldstímunum eftir 1814. En það má mikið vera ef „vamar- staðan“ hefur ekki einkennt meira ís- lenzkt menningarlíf þessi tuttugu ár sem liðin eru frá stofnun lýðveldisins en menn mundu kannski vera tilbúnir að viðurkenna í fljótu bragði. Satt er það að ýmis ytri tákn gætu virzt benda til annars. Hrósum vér oss ekki til að mynda af endurskipulagningu almennra skólamála, vexti og við- gangi háskólans, stofnun Þjóðleik- húss, umbrotum í listum og bók- menntum? Jú, vér hrósum oss af þessu öllu — stundum. En annað veif- ið, og án þess að nokkurt samband virðist við sjálfshólið, má heyra furðu háværar og tíðar óánægjuradd- ir og vonbrigða; þær berast úr öllum áttum þessar raddir, og það er ekkert efamál að þær verða æ fleiri með hverju árinu sem líður. Mönnum finnst þeir skynja einhver ískyggileg tákn upplausnar, sundrungar, uppguf- unar í menningarlífi íslendinga, og hver býður upp á þá skýringu sem hann hefur vit til. Einn segir kannski að fólk sé alltof lengi í skólum, annar að vér séum of pólitískir, þriðji að 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.