Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 11
VERULEIKI OG YFIRSKIN beina öllum kröftum að því að halda í það sem til er, bj arga því sem bj arg- að verður, og í samræmi við þessa skoðun er menningarleg nýsköpun tortryggð, þar eð hún getur aldrei farið fram án þess hróflað sé við því gamla. Hér við bætist að einhvers- konar hugleysi, vantraust, hjartabilun er einmitt oft einkenni þeirra sem eiga dýra menningararfleifð eins og vér íslendingar. Þeir halda að detti af henni gullhringarnir ef hún fer að kasta sér út í hinn hræðilega nútíma. Ég get ekki varizt þeirri hugsun að nú, eftir að Háskóli íslands hefur staðið í fimmtíu ár og iðkendur ís- lenzkrar sögu og mennta hafa marg- falt bolmagn á við það sem áður var, hljóti það að vera merki eitthvað svipaðrar hjartabilunar hversu miklu meiri rækt íslenzkir húmanistar leggja við vom foma menningararf, fornbókmenntirnar og hið forna þjóðfélag, en þann arf sem 19. öldin skilaði oss í hendur. Ástundun hins forna menningararfs ber að vísu laun sín í sjálfri sér, vegna þess að þekk- ing á merkilegu fyrirbæri er fullgilt markmið út af fyrir sig. Hinar fornu bókmenntir hljóta einnig að vera hvetjandi afl allri viðleitni nútíma ís- lendinga, af því að smámennskan og barnaheimilishugarfarið sem Halldór Laxness minntist á fyrir skemmstu eiga þar engin ítök. Loks verður því varla neitað að enn í dag á sálarlíf hinnar íslenzku þjóðar rætur sem ná til þessa upphafs, þannig að vér get- um ekki einusinni skilið sjálfa oss nú, hvað þá sögu vora á seinni öldum án þess að líta aftur til hinnar fornu menningar. En þó fín menningararfleifð sé dýrmæt, þá er þó eitt nauðsynlegt: að hún sé lifandi í nútímanum en ekki múmía, — að skýring hennar sé ekki býsantínismi, heldur viðleitni til að hjálpa þjóðinni að lifa í nútímanum. Og þess ber ekki að dyljast að mikið skortir á að samhandið við hina fornu menningu sé lífrænt, margir þættir eru rofnir og verða varla tengdir aftur, j afnvel þó líklegt sé að beita megi árangursríkari aðferðum til skýringar íslenzkri fornmenningu en gert hefur verið hingaðtil. Islend- ingar nútímans standa frammi fyrir heild hinnar fornu menningar sem annarlegu fyrirbæri. Auðvitað mætti telja það til ólíkinda ef þessu væri öðruvísi farið: þjóðfélög eru vön að breytast meira en svo á sex eða sjö öldum að núlifendur hafi beinan að- gang að lífstúlkun og lífsformi svo fjarlægra forfeðra. Raunar er aldrei um það að ræða að hægt sé að hafa full not af menningarafurðum lið- inna tíma með öðru móti en því að lœra að skilja þann þjóðfélagsveru- leika sem þær eru sprottnar úr. Aðr- ar aðferðir stuðla aðeins að blekk- ingu og sj álfsblekkingu. Ég held að kenningin um samhengi 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.