Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 12
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
íslenzkrar menningar, sem hefur uin
langa hríð verið skyldug trúarjátn-
ing íslenzkum menntamönnum, kunni
að vera varasöm ef hún gerir ráð fyr-
ir sjálfkrafa lífrænu sambandi milli
nútímans og íslenzkrar fornaldar. Að
minnsta kosti þyrfti alltaf að hafa
það í huga að það lífræna samband
getur ekki byggzt á formalisma né
eintómri vegsömun. En fornmenning
vor varð snemma að þjóðsögu í þeim
skilningi sem Jeanson talar um. Til
þess að hún geti orðið lífrænn þáttur
í nútímamenningu vorri væri fyrsta
skilyrðið að skilja hana; en því er
varla hægt að neita að fyrirbærið ís-
lenzk fornmenning hefur enn ekki
verið skilið: of mörg atriði hennar
virðast falin í myrkri aldanna til þess
að unnt sé að skilj a hana sem lifandi
heild síns tíma; og þær tilraunir sem
hafa verið gerðar til þess hvíla á of
mörgum ósönnuðum tilgátum og
þegja um of margar óleystar gátur.
Þessi skoðun kann að verða einhverj-
um ásteytingarsteinn, en þá vil ég að-
eins geta þess atriðis að meðan enn
er óráðin gátan um uppruna og fé-
lagslegar rætur íslenzkra fornbók-
mennta er skilningur íslenzkrar forn-
menningar langt undan landi.
Aðeins aular munu skilja þessi orð
svo að hér sé verið að agnúast út í
ástundun fornmenningar vorrar, né
nokkurs tímabils sögu vorrar og
menningar. Aftur á móti hygg ég að
það sé hættulegt að benda á hina
fornu menningu, mælikvarða hennar
og hugsýnir sem fyrirmynd, ef ekki
hefur tekizt að skilj a nema brot henn-
ar, og ef ekki hefur tekizt að gera
liana skiljanlega. Of oft má sjá menn
vísa núlifandi kynslóðum til forn-
menningar vorrar sem eftirdæmis,
eða miða við hana óbeint í dómum
um nútímann, blátt áfram og án fyr-
irvara, þannig að helzt lítur út fyrir
að þeir virði einskis þann reginmis-
mun sem er á þjóðfélagi vorra daga
og hinu forna. Slíkur hugsanagang-
ur er miklu verra en einskis nýtur og
sú þekkingarfræðilega nægjusemi
sem kemur fram í honum er skaðleg.
Sannfæring mín er sú að mjög sé
illa farið ef dýrð fornaldarinnar
hindrar að vér sýnum rækt því tíma-
bili sem er bakhjallur íslenzks þjóð-
ernis, menningar og stj órnmálahugs-
unar á vorum tímum, en það tímabil
er 19. öld. Saga og menning íslands
frá því um 1800 er vor saga í fyllstu
merkingu orðsins og snertir oss beint.
Sú saga hlýtur að auka oss skilning
á sjálfum oss miklu fremur en saga
hins forna þjóðfélags; sem nákvæm-
ust og ófölsuðust þekking á henni er
nauðsynlegur þáttur menningar vorr-
ar nú; og þegar öllu er á botninn
hvolft kemur rannsókn hins forna
þjóðfélags oss að litlum notum, nema
því aðeins að vér látum oss ekki
nægja þjóðsögur um það tímabil sem
er beinlínis grunnur tilveru vorrar
nú. Því miður er saga þess flestum
106