Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þjóðmenninguna kröfum útflutnings- markaðsins, er því líklegt að sköpun- armátturinn verði farinn að dvína. í stuttu máli: það kann að vera sjálf- sagt og óhj ákvæmilegt að kosta kapps um að kynna menningu vora erlend- is; en ef vér gleymum eitt andartak að það skiptir oss minnstu hvað menning vor er í útlöndum, en öllu hvað hún er á íslandi, þá getur farið svo bráðlega að vér höfum ekkert annað en fagra steingervinga að sýna útlendingum. En í þeirri skoðun að menning vor sé landvörn vor gagnvart ásælni er- lendra ríkja mun vera kominn tími til að greina í sundur hismi og kjarna. Eins og fyrr er sagt hefur aðallega falizt í þessari skoðun að virðingin sem menningararfur vor ljær þjóð- inni leiði til þess að erlend ríki neyð- ist til að viðurkenna rétt vorn til sjálf- stæðis, og vanalega er vísað til þess að sá menningararfur hafi verið ein árangursríkasta röksemd sjálfstæðis- haráttunnar á 19. öld. Ég veit ekki hvað mikið er til í því; ekki er ólík- legt að tilvera hins íslenzka menning- ararfs hafi bætt aðstöðu vora að ein- hverju leyti gagnvart Dönum, gert þá fúsari til að láta eitthvað undan. En sá arfur hefði víst riðið litlu móts við þá óþægilegu staðreynd að hér var þjóð vöknuð til lífsins og krafðist réttar síns nokkurnveginn einhuga, að hér var ný menning á uppsiglingu, menning sem varð að afli í pólitískri ólgu þjóðarinnar. En jafnvel þó að tilvera íslenzks menningararfs hafi einhverju þokað í þá átt að losa um hin dönsku bönd á Islandi, þá er eng- in ástæða til að halda að þau öfl sem vér nú berjumst við um íslenzkt sjálf- stæði muni láta sig neinu skipta hvort vér sýnum þeim heldur arf hámenn- ingar eða villimennsku. Það er nauð- synlegt að gera sér þetta Ijóst: í dönskum valdamönnum á 19. öld lifði ef til vill einhver arfur húman- ismans sem blandaðist saman við stórveldisórana: hinn frjálsi kapítal- ismi hefur við engar slíkar samvizku- leifar að stríða, og þó að einhverjir menntamenn kapítalistískra stórvelda mundu álíta að íslenzka þjóðin „ætti skilið“ að vera til, af því hún hefði gefið heiminum dýrmæta menningar- fjársjóðu, þá væri hlægilegt að vona að sá góðvilji hefði einhver áhrif á rándýrssiðferði auðhringanna. Ég hef nú eytt allmiklu rúmi til að útskýra afstöðu sem ég hygg að mj ög hafi einkennt íslenzkt menningarlíf — og íslenzka menningarbaráttu — síðustu ára. Og ég hef reynt að sýna fram á að þessi afstaða er ekki væn- leg til árangurs í þeirri haráttu sem vér hljótum nú að heyja ef vér ætlum ekki að afsala oss tilverurétti vorum sjálfviljugir. Varnarstaðan í öllum sínum myndum getur ekki stuðlað að öðru en að breyta menningu vorri í það yfirskin sem óþurftarmenn ís- 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.