Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þjóðmenninguna kröfum útflutnings-
markaðsins, er því líklegt að sköpun-
armátturinn verði farinn að dvína. í
stuttu máli: það kann að vera sjálf-
sagt og óhj ákvæmilegt að kosta kapps
um að kynna menningu vora erlend-
is; en ef vér gleymum eitt andartak
að það skiptir oss minnstu hvað
menning vor er í útlöndum, en öllu
hvað hún er á íslandi, þá getur farið
svo bráðlega að vér höfum ekkert
annað en fagra steingervinga að sýna
útlendingum.
En í þeirri skoðun að menning vor
sé landvörn vor gagnvart ásælni er-
lendra ríkja mun vera kominn tími
til að greina í sundur hismi og kjarna.
Eins og fyrr er sagt hefur aðallega
falizt í þessari skoðun að virðingin
sem menningararfur vor ljær þjóð-
inni leiði til þess að erlend ríki neyð-
ist til að viðurkenna rétt vorn til sjálf-
stæðis, og vanalega er vísað til þess
að sá menningararfur hafi verið ein
árangursríkasta röksemd sjálfstæðis-
haráttunnar á 19. öld. Ég veit ekki
hvað mikið er til í því; ekki er ólík-
legt að tilvera hins íslenzka menning-
ararfs hafi bætt aðstöðu vora að ein-
hverju leyti gagnvart Dönum, gert þá
fúsari til að láta eitthvað undan. En
sá arfur hefði víst riðið litlu móts við
þá óþægilegu staðreynd að hér var
þjóð vöknuð til lífsins og krafðist
réttar síns nokkurnveginn einhuga,
að hér var ný menning á uppsiglingu,
menning sem varð að afli í pólitískri
ólgu þjóðarinnar. En jafnvel þó að
tilvera íslenzks menningararfs hafi
einhverju þokað í þá átt að losa um
hin dönsku bönd á Islandi, þá er eng-
in ástæða til að halda að þau öfl sem
vér nú berjumst við um íslenzkt sjálf-
stæði muni láta sig neinu skipta hvort
vér sýnum þeim heldur arf hámenn-
ingar eða villimennsku. Það er nauð-
synlegt að gera sér þetta Ijóst: í
dönskum valdamönnum á 19. öld
lifði ef til vill einhver arfur húman-
ismans sem blandaðist saman við
stórveldisórana: hinn frjálsi kapítal-
ismi hefur við engar slíkar samvizku-
leifar að stríða, og þó að einhverjir
menntamenn kapítalistískra stórvelda
mundu álíta að íslenzka þjóðin „ætti
skilið“ að vera til, af því hún hefði
gefið heiminum dýrmæta menningar-
fjársjóðu, þá væri hlægilegt að vona
að sá góðvilji hefði einhver áhrif á
rándýrssiðferði auðhringanna.
Ég hef nú eytt allmiklu rúmi til að
útskýra afstöðu sem ég hygg að mj ög
hafi einkennt íslenzkt menningarlíf
— og íslenzka menningarbaráttu —
síðustu ára. Og ég hef reynt að sýna
fram á að þessi afstaða er ekki væn-
leg til árangurs í þeirri haráttu sem
vér hljótum nú að heyja ef vér ætlum
ekki að afsala oss tilverurétti vorum
sjálfviljugir. Varnarstaðan í öllum
sínum myndum getur ekki stuðlað að
öðru en að breyta menningu vorri í
það yfirskin sem óþurftarmenn ís-
108