Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 15
VERULEIKI OG YFIRSKIN lenzks sjálfstæðis og íslenzkrar al- þýðu vilja gjarnan hafa á reiðum höndum. Það getur ekki farið framhjá nein- um þeim sem hefur kynnt sér heim- ildir um sálarlíf og menningarástand nýlenduþjóða hversu mörg einkenni þess eiga sér næsta nákvæmar lilið- stæður í sálrænni og menningarlegri afstöðu íslendinga. „Varnarstaða" menningarinnar er mjög útbreitt fyr- irbæri meðal ýmissa nýlendu- og hálf- nýlenduþj óða, og er að jafnaði þvi einráðari sem þær eiga sér dýrmætari menningararf, glæsilegri „gullöld“ að vísa til. Og sú árátta að skírskota sífellt til voldugra útlendinga að veita oss heimild til að vera menningar- þjóð, þetta dómskot til æðri réttar sem samþykki tilveruform vort, er enn skýrara og almennara einkenni allra þjóða sem búa eða hafa til skamms tíma búið við undirokun. Þessi einkenni eru samt aðeins auka-afurðir þeirrar staðreyndar að þessum þjóðum hefur ekki notazt af menningu sinni til að leysa þau vandamál sem „sér-leiki“ þeirra, sem sjálfstæð tilvera þeirra krefst að séu leyst. Þeim hefur ekki tekizt það vegna þess að þær hefur skort það frumskilyrði sem þarf að vera fyrir hendi til þess að vandamál verði leyst: að vita af þeim, að skilja þau, að skilgreina þau rétt. Að öðrum kosti eru allar athafnir fánýtar. Skort- urinn á þessari frumforsendu athafn- anna verður þannig hinn örlagarík- asti brestur í menningarlífi allra kúg- aðra og ráðvilltra þjóða. Höfundar sem ritað hafa um sálarlíf nýlendu- þjóða hafa stundum líkt því við hina „vansælu vitund“ hjá Hegel, en ein- kenni hennar er að hún flœkir sig í sjálfrar sín mólsögnum.1 Mótsagnirn- ar eru óskilgreindar eða ómeðvitað- ar; afleiðingar þeirra drottna yfir lífi voru: vér getum ekkert við þær ráð- ið. Mótsagnirnar sem halda áfram að vera óskilgreindar geta af sér æ óvið- ráðanlegri mótsagnir og þær verða samfélaginu banvæn hætta. Þessu getuleysi sem er í brenni- púnkti hins menningarlega vanda er viðhaldið með laumulegu ofbeldi af þeim erlendu öflum sem lifa á vesal- dómi þessara þj óða, svo og af þeirra eigin borgarastéttum, sem sjaldnast hafa neina þá kosti til að bera sem réttlætt hafa tilveru þjóðlegra borg- arastétta, heldur eru skopstælingar þeirra, gagnslausar og skaðlegar þjóðum sínum og lifa aðeins sem um- boðsstéttir sinna erlendu herra. Þess gerist ekki þörf hér að ræða um það hversu langt Islendingar eru komnir frá stigi nýlenduþjóða efna- hagslega; þó væri vorum nýríku stétt- um kannski hollt að minnast þess að mjög skammt er um liðið síðan vér 1 Frantz Fanon, Les Damnés de la tcrre, París 1961, bls. 163. Tilvísunin í Hegel er i formála J. P. Sartres að þessari aðdáunar- verðu bók. 109
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.