Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 17
VERULEIKI OG YFIRSKIN
hverjum finnst þetta lílilmótlegt hlut-
verk handa menningu vorri. En ég
leyfi mér að segj a: það er mikið hlut-
verk og krefst sambeitingar mikilla
krafta. Vald á því hlutverki er að
vísu ekki nema frumskilyrði frekara
starfs. En það er frumskilyrði á sama
hátt og vegurinn er farartækinu: það
þýðir lítið að vita af takmarkinu og
hafa farartæki til að komast þangað
nema vegurinn hafi fyrst verið rudd-
ur.
Niðurlag
Sú menning sem horfir móti fram-
tíðinni hlýtur þá að láta sig miklu
skipta róttæka prófun stöðu vorrar
og gagnrýni á baráttuaðferðum og
starfsgrundvelli, og hún getur ekki
litið á upplýsingu sem neitt lítilsvert
aukaatriði. Það er einnig auglj óst að
„menningin út af fyrir sig“, hin
óvirka menning, gelur ekki gegnt því
hlutverki að vernda íslenzkt þjóðerni,
að verja íslenzka tilveru; hún getur
ekki einusinni varið sjálfa sig. Að-
eins sem þáttur, eða réttara sagt: sem
aflvaki og leiðarhnoða haráttunnar
fyrir sjálfstæðri tilveru vorri, getur
menningarstarfið verið fært um að
rjúfa þann vítahring uppgjafar og
undanhalds sem læst hefur verið
um þær einlægu vonir sem íslenzka
þjóðin bar í brjósti þegar hún slofn-
aði sjálfslœtt lýðveldi. Baráttan ein
getur gert menninguna að lifandi
veruleika og og utan við baráttuna
mun hún lifa vofulífi. Og með barátt-
unni mun henni takast að leggja oss
til þann mælikvarða á gildi vor
sjálfra, sem vér getum sjálfir þekkt á,
og treyst, án þess að gjóta alltaf skelk-
uðu hornauga til voldugra „vina“.
En slíkur mælikvarði er hin mesta
nauðsyn samfélags sem ætlar að lifa.
Braskaraþj óðfélag borgarastéttar-
innar getur ekki smíðað þann mæli-
kvarða. Mælikvarði þess er enginn
annar en vöruverðið. Meirihluti hinn-
ar íslenzku borgarastéttar hefur svo
mörg augljós einkenni hinna gagns-
lausu nýlenduborgarastétta að jafn-
vel hugmyndaríkustu menn ætlu að
undrast, og það er ekkert aukaatriði
eða tilviljun að þessi voldugasti hluti
hennar er fjandi íslenzks sjálfstæðis,
heldur er hann það af hagsmuna-
ástæðum, og gæti ekki annað þó hann
vildi. Af því leiðir að vér getum ekki
náð íullum árangri í baráttunni fyrir
tilveru vorri ef vér berj umst ekki fyr-
ir nýju þjóðfélagi sem afnemi orsak-
ir braskaramæhkvarðans og þjóð-
svikanna. Nýtt þjóðfélag hlýtur því
að vera höfuðmarkmið þeirrar menn-
ingarbaráttu sem er sjálfri sér sam-
kvæm. En meðan því markmiði er
ekki náð, er rétt að gæta þess að hið
borgaralega þjóðfélag getur ekki
haldið þjóðmenningunni lifandi upp
á eigin spýtur. Að vísu er vilji borg-
arastéttarinnar klofinn, og það eru
demókratískar leifar í hinu borgara-
lega skipulagi, sem aðeins hluti henn-
111