Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 30
BERTOLT BRECHT Lítil stefnuskrá fyrir leiklistina (Kleines Organon jur das Theater) Formáli HÉr á eftir verður rannsakað, hvernig fagurfræði, leidd af ákveðinni teg- und leiklistar, sem hefur verið þróuð í starfi í nokkra áratugi, mundi líta út. í fræðilegum greinargerðum, ádrepum, tæknilegum ábendingum, sem birzt hafa við tækifæri í formi athugasenida við leikrit höfundarins, var ein- ungis drepið lauslega á fagurfræðileg efni og tiltölulega áhugalítið. Ákveðin gerð leiklistar þandi þar út og þrengdi þjóðfélagslegt hlutverk sitt, endur- bætti eða síaði meðul listar sinnar, og fótaði sig á fagurfræðinni eða studdist við hana, þegar hún barst í tal, en ríkjandi forskriftir í siðaskoðunum og smekk leiddi hún hjá sér eða beitti þeim sér í hag, alveg eftir gangi bardagans. Hún varði t. d. dálæti sitt á félagslegum tilgangi með því að benda á hann í al- mennt viðurkenndum listaverkum, þar sem hann lá ekki í augum uppi fyrir það eitt, að hann var einmitt hinn viðurkenndi tilgangur. í leikhúsverkum samtíðarinnar skilgreindi hún sem hnignunarmerki, hversu þau voru ger- sneydd öllu því, sem var þess virði að vita það: þá staði, er buðu mönnum kvöldskemmtanir til sölu, ákærði hún fyrir að hafa lagzt svo lágt að verða ein grein borgaralegrar eiturlyfjaverzlunar. Hinar fölsku eftirmyndir þjóðfélags- lífsins á leiksviðunum, eftirmyndir hins svokallaða natúralisma meðtaldar, vöktu með henni kröfu um vísindalega nákvæmar eftirmyndir, og hin bragð- daufa kokkhússtefna (Kulinarismus) með sitt andlausa augnayndi og sálu- fróun vakti þrá eftir fögrum rökum margföldunartöflunnar. Þeirri fegurðar- dýrkun, sem var iðkuð með ótrú á lærdómi og fyrirlitningu á hinu gagnlega, hafnaði hún með fyrirlitningu, sérílagi vegna þess, að ekkert fagurt kom fram lengur. Keppzt var eftir leiklist fyrir vísindaöldina, og ef það yrði skipulagn- ingarmönnum hennar ofviða að taka að láni eða stela nógu miklu úr vopna- búri hinna fagurfræðilegu hugtaka, til að geta með því móti verið óhultir fyr- ir fagurfræðingum dagblaðanna, hótuðu þeir blátt áfram því, „að þróa lær- 124
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.