Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 31
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA
dómsverða hluti úr nautnameðalinu og umhverfa vissum stofnunum úr
skemmtistöðum í opinber málgögn“ („Athugasemdir við óperuna“), þ. e.
flytjast úr ríki hins þægilega. Fagurfræðin, erfðahluti úrkynjaðrar stéttar, sem
orðin var að sníkjudýri, var í svo hörmulegu ásigkomulagi, að leikhúsið
(theater) hlaut að ávinna sér bæði álit og frjálsræði, ef það kallaði sig frekar
thaeter. Samt var sú leiklist, sem iðkuð var í nafni vísindaaldarinnar, ekki
vísindi, heldur leiklist, og allar þær nýjungar, sem hrúguðust upp á nazista-
tímanum og í striðinu, þegar engin tök voru á því að útfæra þær í verki, gera
þá tilraun nærtæka að leita að stað fyrir þessa tegund leiklistar innan fagur-
fræðinnar eða að semja að minnsta kosti drög hugsanlegrar fagurfræði fyrir
þessa tegund. Það væri of torvelt að setja fram kenninguna um hina „fram-
andi“ leiklist (,,Verfremdung“) utan fagurfræði.
Nú á dögum væri það reyndar vinnandi vegur að semja fagurfræði fyrir
raunvísindin. Galilei hefur þegar talað um tíguleik ákveðinna formúlna og
fyndni tilraunanna. Einstein eignar fegurðarskyninu uppfinningaanda, og
kj arneðlisfræðingurinn Oppenheimer lofar hið vísindalega viðhorf, „sem á
sína fegurð og virðist hæfa svo vel stöðu mannsins á jörðinni.“
Við skulum því, sjálfsagt við almenn mótmæli, afturkalla þá ákvörðun
okkar að flytjast úr ríki hins þægilega, og tilkynnum jafnframt, við ennþá al-
mennari mótmæli, að við höfum ákveðið að setjast að í því ríki. Fjöllum um
leikhúsið sem skemmtistað, eins og hlýðir í fagurfræði, og rannsökum, hvaða
tegund skemmtunar fellur okkur.
1 „Leikhús“ er fólgið í því, að lifandi eftirmyndir af liðnum eða upphugs-
uðum atburðum manna á milli eru settar fram, og einmitt til skemmtunar.
Þetta er að minnsta kosti það, sem við eigum við hér á eftir, þegar við tölum
um leiklist, þá gömlu eins og hina nýju.
2 Til að hafa ennþá meira undir gætum við líka bætt við atburðum milli
manna og guða, en þar sem aðeins vakir fyrir okkur að gera lágmarksákvörð-
un, getur þvíumlíkt legið milli hluta. Enda þótt við tækjum þessa útvíkkun
til greina, hlyti sú lýsing að standa áfram, að almennasta hlutverk stofnunar-
innar „leikhús“ sé að skemmta. Það er göfugasta hlutverkið, sem við höfum
fundið leiklistinni.
3 Frá alda öðli hefur það verið viðfangsefni leiklistarinnar, eins og allra
annarra lista, að skemmta fólki. Þetta viðfangsefni ljær henni einatt sérstakan
125