Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 31
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA dómsverða hluti úr nautnameðalinu og umhverfa vissum stofnunum úr skemmtistöðum í opinber málgögn“ („Athugasemdir við óperuna“), þ. e. flytjast úr ríki hins þægilega. Fagurfræðin, erfðahluti úrkynjaðrar stéttar, sem orðin var að sníkjudýri, var í svo hörmulegu ásigkomulagi, að leikhúsið (theater) hlaut að ávinna sér bæði álit og frjálsræði, ef það kallaði sig frekar thaeter. Samt var sú leiklist, sem iðkuð var í nafni vísindaaldarinnar, ekki vísindi, heldur leiklist, og allar þær nýjungar, sem hrúguðust upp á nazista- tímanum og í striðinu, þegar engin tök voru á því að útfæra þær í verki, gera þá tilraun nærtæka að leita að stað fyrir þessa tegund leiklistar innan fagur- fræðinnar eða að semja að minnsta kosti drög hugsanlegrar fagurfræði fyrir þessa tegund. Það væri of torvelt að setja fram kenninguna um hina „fram- andi“ leiklist (,,Verfremdung“) utan fagurfræði. Nú á dögum væri það reyndar vinnandi vegur að semja fagurfræði fyrir raunvísindin. Galilei hefur þegar talað um tíguleik ákveðinna formúlna og fyndni tilraunanna. Einstein eignar fegurðarskyninu uppfinningaanda, og kj arneðlisfræðingurinn Oppenheimer lofar hið vísindalega viðhorf, „sem á sína fegurð og virðist hæfa svo vel stöðu mannsins á jörðinni.“ Við skulum því, sjálfsagt við almenn mótmæli, afturkalla þá ákvörðun okkar að flytjast úr ríki hins þægilega, og tilkynnum jafnframt, við ennþá al- mennari mótmæli, að við höfum ákveðið að setjast að í því ríki. Fjöllum um leikhúsið sem skemmtistað, eins og hlýðir í fagurfræði, og rannsökum, hvaða tegund skemmtunar fellur okkur. 1 „Leikhús“ er fólgið í því, að lifandi eftirmyndir af liðnum eða upphugs- uðum atburðum manna á milli eru settar fram, og einmitt til skemmtunar. Þetta er að minnsta kosti það, sem við eigum við hér á eftir, þegar við tölum um leiklist, þá gömlu eins og hina nýju. 2 Til að hafa ennþá meira undir gætum við líka bætt við atburðum milli manna og guða, en þar sem aðeins vakir fyrir okkur að gera lágmarksákvörð- un, getur þvíumlíkt legið milli hluta. Enda þótt við tækjum þessa útvíkkun til greina, hlyti sú lýsing að standa áfram, að almennasta hlutverk stofnunar- innar „leikhús“ sé að skemmta. Það er göfugasta hlutverkið, sem við höfum fundið leiklistinni. 3 Frá alda öðli hefur það verið viðfangsefni leiklistarinnar, eins og allra annarra lista, að skemmta fólki. Þetta viðfangsefni ljær henni einatt sérstakan 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.