Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hann einhvers, sem er til nota í daglegu lífi. Af því, hvernig hann býður fram samninginn, muntu sjá, að hann er vanur synjunum og ákúrum. Kúratorinn bendir honurn á, að lýðveldið veiti honum frelsi til rannsókna, endaþótt það borgi líka illa; hann svarar, að hann hafi lítið að gera við þetta frelsi, úr því hann hefur ekki það næði, sem góð borgun tryggir. Þarna væri rétt af þér að finnast hann ekki vera alltof skipandi í óþolinmæði sinni, að öðrum kosti kemur fátækt hans ekki nógu skýrt í Ijós. Því litlu seinna rekstu á hann altekinn hugsunum, sem þarfnast nokkurra skýringa: boðberi nýs tíma hins vísinda- lega sannleika hugleiðir, hvernig hann getur prettað lýðveldið um peninga með því að bjóða því stj örnukíkinn sem sína eigin uppfinningu. Furðulostinn muntu sjá, að i þessari uppfinningu, sem hann rannsakar í tómi í því skyni að sölsa hana undir sig, sér hann ekki nema íáeina skudi. Haldirðu hinsvegar áfram með annað atriði, muntu uppgötva, að meðan hann er að selja signor- iunni í Feneyj um uppfinninguna með ræðu, sem er full af svívirðilegum lygum, hefur hann þegar nærriþví gleymt þessum peningum, af því hann hefur komið auga á stjarnfræðilega þýðingu tækisins auk hinnar herfræðilegu. Varan, sem hann var knúinn til að bjóða fram — við skulum láta það heita svo núna — reynist hafa mikið gildi fyrir einmitt þær rannsóknir, sem hann varð að fara frá til að bjóða hana fram. Þegar hann við athöfnina, þar sem hann tekur með steigurlæti á móti hinum óverðskulduðu heiðursvottum, bendir hinum lærða vini sínum á undursamleika uppfinningarinnar — láttu ekki fara fram hjá þér, hversu hátterni hans hæfir vel sviði — muntu rekast á miklu dýpri geðshræringu í fari hans, heldur en horfumar um peningalegan ávinning gætu fram kallað. Endaþótt loddaraskapur hans, skoðaður á þennan hátt, sé ekki mjög mikilvægur, sýnir hann þó, hversu ákveðinn þessi maður er að ganga hina hægu leið og nota vitsmuni sína í óæðri sem æðri tilgangi. Mikils- verðari prófraun bíður hans, og gera ekki sérhver svik áframhaldandi svik auðveldari ? 64 Með því að setja hið gestíska efni þannig fram nær leikarinn tökum á persónunni, um leið og hann nær tökum á „frásögunni“. Fyrst frá henni, frá afmarkaðri samantekt allra viðburða leikritsins, getur hann, eins og í einu stökki, komizt að fullnaðarmynd sinni af persónunni, sem felur í sér alla ein- staka drætti. Ef hann hefur gert allt, sem hann getur, til að furða sig á mót- sögnunum í margvíslegum afstöðum hennar, sér þess meðvitandi, að hann mun líka þurfa að láta áhorfendur furða sig á þeim, þá gefur frásagan honum í heild sinni færi á að tengja saman þau atriði, sem eru sjálfum sér gagnkvæð; 144 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.