Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 51
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA því frásagan leiðir í ljós, sem afmarkaður viðburður, ákveðna merkingu, þ. e. af mörgum mögulegum lausnum hæfa henni aðeins ákveðnar. 65 Á „frásögunni“ veltur allt, hún er hjartað í leiklistarstarfseminni. Því til þeirra atburða, sem gerast meðal manna, sækir hún allt, sem hægt er að ræða um, gagnrýna og breyta. Meira að segja verður sá ákveðni maður, sem leikarinn leiðir okkur fyrir sjónir, að miðast á endanum við annað og meira en aðeins það, sem á sér stað, en þessu háttar svo til vegna þess aðallega, að það, sem á sér stað, verður miklu augljósara, ef það er borið uppi af ákveðn- um manni. Það, sem leiklistin þarf að leggja alla orku sína í, er „frásagan“, heildarsamsetning alls hins gestíska hátternis, sem felur í sér þann boðskap og þá innblástra, er eiga nú að veita áhorfendunum skemmtun. 66 Sérhver einstakur viðburður hefur grundvallar-gestus: Richard Gloster biðlar til ekkju fórnarlambs síns. Vegna krítarhrings verður Ijóst, hver hin sanna móðir barnsins er. Guð veðjar við djöfulinn um sál doktors Fausts. Woyzek kaupir ódýran hníf til að svipta konu sína lífi osfrv. Við skipun per- sónanna í hópa á sviðinu og hreyfingu hópanna verður að ná æskilegum feg- urðaráhrifum, með því að útfæra af glæsibrag hið gestíska efni, þegar rakið er úr því fyrir grandskoðandi augum áhorfenda. 67 Þar sem það er ekki hægt að bjóða áhorfendum að fleygja sér út í frá- söguna eins og út í fljót, til að láta sig reka óákveðið sitt á hvað, þurfa hinir einstöku viðburður að vera tengdir þannig, að tengslin verði greinileg. Við- burðirnir mega ekki renna saman, heldur verður maður að geta kveðið upp sinn dóm á milli þeirra. (Ef það væri sérstaklega hið myrka í orsakasamheng- inu, sem áhuginn beinist að, þyrfti að gera einmitt það atriði nægilega fram- andi okkur). Einstökum hlutum sagnarinnar á sem sagt að tefla gaumgæfilega hverj um gegn öðrum, með því að móta hvern þeirra út af fyrir sig, sem leikrit í leikritinu. í því skyni er bezt að koma sér saman um titla eins og nefndir voru í klausunni á undan. Titlarnir eiga að fela í sér hina þj óðfélagslegu kjarna, en segja jafnframt eitthvað til um æskilega tilhögun framsetningarinnar, þ. e. taka sér að fyrirmynd, alveg eftir tóninum, titil á annálssögu eða sagnljóði eða dagblaði eða aldarfarslýsingu. Einfaldur framsetningarmáti, sem gerir hlutina okkur framandi, er t. d. sá, sem notaður er, þegar fjallað er um siði og venjur. Heimsókn, meðferð á fjandmanni, elskendafund, viðskiptalegar eða stjórn- málalegar samningagerðir getur maður sett á svið, eins og verið sé að sýna sið, er ríkir á þessum stað. Þannig sýnt fær hið sérstaka og einstaka atvik TÍMARIT máls oc mennincar 145 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.