Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ókunnugleikablæ, af því það birtist sem eitthvað almennt, eitthvað, sem er orðið að vana. Aðeins spurningin um, hvort þetta atvik eða hluti þess ætti í raun og veru að verða siður, gerir það framandi. Hinn póetíska sagnastíl er hægt að kynna sér í markaðsbúðum þeim, er nefnast panorama. Þar sem það, að gera eitthvað framandi, merkir líka að gera það frægt, getum við blátt áfram sýnt viss atvik eins og þau séu fræg og hafi verið alþekkt í langan tíma, og eins og við legðum okkur í líma að brjóta hvergi í bág við sögusögnina. í stuttu máli: það eru til margir frásagnarhættir, bæði þekktir og aðrir, sem við eigum eftir að finna. 68 Hvað gera á framandi, og hvernig það skal gert, er undir því komið, hvernig við útleggjum viðburðina í heild, en í því sambandi þarf leikhúsið að láta hagsmunamál síns tíma til sín taka af öllu afli. Við skulum velja sem dæmi um útlegginguna hið gamla leikrit „Hamlet“. Gagnvart hinum blóðugu og myrku tímaskeiðum, þegar ég rita þetta, glæpsamlegum ráðastéttum, út- breiddum efasemdum um skynsemina, sem stöðugt er misnotuð, held ég, að ég geti lesið þessa sögn þannig: Það eru stríðstímar. Faðir Hamlets, konungur Danmerkur, hefur vegið konung Noregs í sigursælu ræningjastríði. Þegar sonur hins síðarnefnda konungs, Fortinbras, vígbýst á ný, er hinn danski konungur veginn líka, og það af bróður sínum. Bræður hinna vegnu konunga, sem nú eru sjálfir konungar, bægja stríðinu frá sér með því að leyfa hinum norsku herflokkum að fara yfir danskt land með ræningjastríð á hendur Pól- landi. En nú hefur andi hins herskáa föður kvatt Hamlet hinn unga til að hefna ódæðisins, sem á honum var unnið. Eftir að hafa hikað um stund að svara blóðugu verki með öðru blóðugu verki, já jafnvel orðinn fús að fara í útlegð, hittir hann á ströndinni hinn unga Fortinbras, sem er á leið til Pól- lands með herflokka sína. Hann verður altekinn af þessu herskáa fordæmi, snýr aftur og slátrar í villimannlegu æðiskasti föðurbróður sínum, móður sinni og sjálfum sér, en lætur Norðmanninn taka við Danmörku. í þessum málsatvikum sér maður hinn unga, en þegar nokkuð holduga mann, beita harla ósigurstranglega hinni nýju skynsemi, sem hann drakk í sig við háskól- ann í Wittenberg. Hún verður honum til trafala í viðureigninni við klækja- brögð lénshöfðingjanna, sem hann hverfur til. Gagnvart hinni óskynsam- legu praxis er skynsemi hans alveg ópraktísk. Hann verður tragískt fórnar- lamb mótsagnarinnar milli slíks hugsunarháttar og slíkrar athafnar. Að lesa á þennan veg þetta leikrit, sem lesa má á fleiri en einn veg, gæti, að minni hyggj u, vakið áhuga áhorfenda okkar. 146
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.