Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 54
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA 72 Eins og tónlistarmaðurinn endurheimtir frelsi sitt, þegar hann þarf ekki lengur að búa til stemningar, sem auðvelda áhorfendunum að gefa sig stefnu- laust á vald atburðunum á sviðinu, þannig fær leiktj aldamálarinn mikið frelsi, þegar hann við smíði leiksviðsins þarf ekki lengur að miða við „ímynd“ her- bergis eða héraðs. Vísbendingar nægja; þó þurfa þær að greina frá einhverju, sem er sögulega eða þj óðfélagslega forvitnilegra, en það, er séð verður af hinu raunverulega umhverfi. í Leikhúsi gyðinga í Moskvu gerði sviðsbygg- ing, sem minnti á helgidómaklefa miðalda, „Lear konung“ framandi; Neher setti „Galilei“ fyrir framan skuggamyndir af landakortum, skjölum og lista- verkum frá endurreisnartímabilinu. í Piscatorleikhúsinu notaði Hearthfield í „Haitang erwacht“ bakgrunn með snúanlegum fánum, sem á voru áletranir, er greindu frá breytingum á stjórnmálasviðinu, sumum hverjum ókunnum manneskj unum í leikritinu. 73 Einnig danslistin fær á ný verkefni af raunsærri gerð. Það er misskiln- ingur síðari tíma, að hún geti ekki gert sér mat úr eftirmyndum af „mann- eskjunum, eins og þær raunverulega eru“. Þegar listin endurspeglar lífið, ger- ir hún það með sérstökum speglum. Listin verður ekki óraunveruleg, þegar hún breytir hlutföllunum, heldur þegar hún breytir þeim þannig, að áhorfend- ur, sem nota eftirmyndirnar praktískt til skilnings eða til hvatningar, bíða skipbrot í veruleikanum. Það er vissulega nauðsynlegt, að stílfæringin afmái ekki hið eðlilega, heldur efli það. Hvað sem öllu líður getur ekki leikhús, sem byggir áhrif sín á gestus, útilokað danslistina. Glæsileiki hreyfingar og yndis- þokki persónuskipunar á sviðinu gera myndina í sjálfri sér framandi, og hug- vitsemi í látbrigðaleiknum hjálpar sögninni mikið. 74 Þannig eru allar listgreinar skyldar leiklistinni hingað boðaðar, en ekki til að setja fram „alhliða listaverk", sem gleypir þær allar í sig, heldur eiga þær, ásamt leiklistinni, að efla hið sameiginlega viðfangsefni hver á sinn ólíka hátt, og sambandið milli þeirra er fólgið í því, að þær gera sig fram- andi gagnkvæmt. 75 Og nú skal enn einusinni á það minnt, að hlutverk þeirra er að skemmta börnum vísindaaldarinnar, og meira að segja glaðlega og þannig, að það fái á skynfærin. Þetta getum við Þjóðverjar sérstaklega aldrei endurtekið nógu oft fyrir okkur, því hjá okkur rennur allt mjög fyrirhafnarlítið út í hið ólíkam- lega og óútskýrða, og svo förum við að tala um heimsskoðun, eftir að sjálfur heimurinn hefur verið leystur upp. Jafnvel efnishyggjan er hjá okkur litlu 148
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.