Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 55
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR meira en hugmynd. Kynferðisnautnin verður hjá okkur að hjúskaparskyld- um, listnautnin þjónar menntuninni, og í lærdómnum sjáum við ekki ánægj- una af því að kynnast einhverju, heldur að taka eitthvað inn í skömmtum. Hátterni okkar á ekkert skylt við hið glaðværa „að skoða sig um“, og til að réttlæta okkur skírskotum við ekki til þess, hve mikla gleði eitthvað hefur veitt okkur, heldur hve það hefur kostað okkur mikinn svita. 76 Enn er þá ótalað um það, hvernig á að koma því, sem hefur verið mót- að á æfingunum, til áhorfendanna. í því skyni er nauðsynlegt, að undir hinum eiginlega leik liggi gestus, sem ber með sér, að því, sem fram er sett, er skilað fullsmíðuðu. Fyrir augu áhorfandans kemur nú það sem staðizt hefur próf æfinganna og orðið er leikurunum gamalkunnugt, og þessvegna verður að flytja hinar fullunnu eftirmyndir af fullkominni árvekni, svo hægt sé að taka við þeim af árvekni. 77 Eftirmyndirnar verða nefnilega að þoka fyrir frummyndinni, þjóðfé- lagslífi mannanna, og skemmtunin af fullkomleika þeirra á að hefjast á æðra stig skemmtunar, sem er fólgið í því að sjá hinar afhjúpuðu reglur þessa þjóð- félagslífs meðhöndlaðar sem ófullkomnar bráðabirgðareglur. A þennan hátt gerir leikhúsið áhorfandann virkan, fram yfir það að horfa. í leikhúsinu fær hann notið sem skemmtunar hinna óttalegu og endalausu starfa sinna, er eiga að sjá honum fyrir daglegu brauði, svo og óttans við linnulaus hamskipti sjálfs sín. Hér dafnar hann á auðveldastan hátt; því auðveldasti hátturinn að lifa er í listinni. Leiklist vísindaaldarinnar getur breytt díalektíkinni í nautn. Að skemmta sér við óvænta atburði þróunar, sem heldur rökrétt áfram eða tekur stökk, óstöðugleika allrar veru, glettni mótsagnanna osfrv., það er að skemmta sér við lífsorkuna í manninum, hlutina og ferlin, og þau efla lífslistina ásamt lífsgleðinni. Allar listir stuðla að hinni mestu list allra lista, lífslistinni. Erlingur E. Halldórsson þýddi. 149
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.