Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sand, þá er hann samt slæmur. Hann er húsbóndi þinn, og þessvegna skaltu
rækja störf þín af samvizkusemi, en mundu ævinlega, að hann er slæmur
maður.“
Heimspekingurinn heyrði ekki svar sveinsins, því að hann snerist á hæli og
gekk aftur heim til húsa, en morguninn eftir sá hann, að viðmót sveinsins
var óbreytt.
Þegar hestinum var aftur batnað, lét hann sveininn iðulega fylgja sér á
gönguferðum sínum og fól honum ýms minniháttar verkefni. Smám saman
tók hann að ræða við hann um hinar og þessar tilraunir sínar. Hann valdi þá
enganveginn þau orð, sem fullorðið fólk telur almennt hæfa skilningi barna,
heldur ræddi við hann eins og lærðan mann. Hann hafði um dagana haft sam-
neyti við hina vitrustu menn, og þeir höfðu sjaldan skilið hann — ekki af
því að hann væri of óskýr, heldur af því að hann var of skýr. Þessvegna
skeytti hann engu, þótt sveininum yrði erfilt; samt sagði hann honum til af
þolinmæði, þegar sveinninn reyndi sjálfur að beita hinum útlendu orðum.
Hann æfði sveininn einkum með því að láta hann lýsa þeim hlutum er hann
sá og þeim atvikum sem hann upplifði. Heimspekingurinn sýndi honum, hvað
til væri af orðum og hve mörg orð væru nauðsynleg til að lýsa þannig at-
ferli hlutar, að hann yrði nokkurnveginn þekkjanlegur af lýsingunni og um-
fram allt að unnt væri að fjalla um hann eftir lýsingunni. Einnig gæti nokkur
orð, sem betra væri að nota ekki, af því að þau væru í rauninni merkingar-
laus — orð eins og „góður“, „slæmur“, „fallegur“ og svo framvegis.
Sveininum skildist bráðlega, að það hafði litla þýðingu að kalla j árnsmið
„ljótan“. Jafnvel orðið „fljótur“ var ekki einhlítt; það varð einnig að greina,
hve „fljótur“ í samanburði við önnur kvikindi jafnstór, og hvað hraðinn gerði
honum kleift. Maður skyldi láta hann á brattan flöt og síðan á annan láréttan
og gera þvínæst hávaða, þannig að hann brygði við — eða setja litla matar-
bita fyrir framan hann, að hann þokaði sér í átt til þeirra. Þegar maður færi
á annað borð að fást við hann, týndi hann „fljótt“ Ijótleika sínum. Einu sinni
mátti sveininn lýsa brauði, sem hann hélt á í hendinni, þegar heimspekingur-
inn gekk fram á hann.
„í þessu tilfelli geturðu rólegur notað orðið „góður“,“ sagði gamli maður-
inn, „því að brauðið er gert mönnum til matar og getur verið gott eða vont
fyrir þá. Aðeins í sambandi við stóra hluti, sem náttúran hefur skapað og eru
ekki endilega gerðir í sérstöku augnamiði og umfram allt ekki eingöngu til
afnota fyrir menn, er heimskulegt að láta sér þvílík orð lynda.“
Sveininum komu í hug ummæli ömmu sinnar um húsbóndann.
156