Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sand, þá er hann samt slæmur. Hann er húsbóndi þinn, og þessvegna skaltu rækja störf þín af samvizkusemi, en mundu ævinlega, að hann er slæmur maður.“ Heimspekingurinn heyrði ekki svar sveinsins, því að hann snerist á hæli og gekk aftur heim til húsa, en morguninn eftir sá hann, að viðmót sveinsins var óbreytt. Þegar hestinum var aftur batnað, lét hann sveininn iðulega fylgja sér á gönguferðum sínum og fól honum ýms minniháttar verkefni. Smám saman tók hann að ræða við hann um hinar og þessar tilraunir sínar. Hann valdi þá enganveginn þau orð, sem fullorðið fólk telur almennt hæfa skilningi barna, heldur ræddi við hann eins og lærðan mann. Hann hafði um dagana haft sam- neyti við hina vitrustu menn, og þeir höfðu sjaldan skilið hann — ekki af því að hann væri of óskýr, heldur af því að hann var of skýr. Þessvegna skeytti hann engu, þótt sveininum yrði erfilt; samt sagði hann honum til af þolinmæði, þegar sveinninn reyndi sjálfur að beita hinum útlendu orðum. Hann æfði sveininn einkum með því að láta hann lýsa þeim hlutum er hann sá og þeim atvikum sem hann upplifði. Heimspekingurinn sýndi honum, hvað til væri af orðum og hve mörg orð væru nauðsynleg til að lýsa þannig at- ferli hlutar, að hann yrði nokkurnveginn þekkjanlegur af lýsingunni og um- fram allt að unnt væri að fjalla um hann eftir lýsingunni. Einnig gæti nokkur orð, sem betra væri að nota ekki, af því að þau væru í rauninni merkingar- laus — orð eins og „góður“, „slæmur“, „fallegur“ og svo framvegis. Sveininum skildist bráðlega, að það hafði litla þýðingu að kalla j árnsmið „ljótan“. Jafnvel orðið „fljótur“ var ekki einhlítt; það varð einnig að greina, hve „fljótur“ í samanburði við önnur kvikindi jafnstór, og hvað hraðinn gerði honum kleift. Maður skyldi láta hann á brattan flöt og síðan á annan láréttan og gera þvínæst hávaða, þannig að hann brygði við — eða setja litla matar- bita fyrir framan hann, að hann þokaði sér í átt til þeirra. Þegar maður færi á annað borð að fást við hann, týndi hann „fljótt“ Ijótleika sínum. Einu sinni mátti sveininn lýsa brauði, sem hann hélt á í hendinni, þegar heimspekingur- inn gekk fram á hann. „í þessu tilfelli geturðu rólegur notað orðið „góður“,“ sagði gamli maður- inn, „því að brauðið er gert mönnum til matar og getur verið gott eða vont fyrir þá. Aðeins í sambandi við stóra hluti, sem náttúran hefur skapað og eru ekki endilega gerðir í sérstöku augnamiði og umfram allt ekki eingöngu til afnota fyrir menn, er heimskulegt að láta sér þvílík orð lynda.“ Sveininum komu í hug ummæli ömmu sinnar um húsbóndann. 156
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.