Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 71
GLATAÐUR ORÐSTÍR HEIMSBORGARINNAR NEW YORK
4
Ó, þessar raddir kvenna þeirra úr glymskröttunum!
Svona var sungið (varðveitið þessar plötur!) á
gullöldinni!
Vatnaniðurinn á kvöldin frá Miami!
Óstöðvandi kœti beggja kynja á fleygijerð eftir
endalausum strœtum!
Voldugir harmar syngjandi kvenna, er gráta
trúnaðarjullar
bringubreiða karlmenn, en eru enn sem fyrr
umkringdar af
bringubreiðum karlmönnum!
5
Óvenjulegum manngerðum stilltu þeir upp í
skemmtigörðunum,
fóðruðu þœr kunnáttusamlega, böðuðu þær og létu
þœr vagga sér,
svo óviðjafnanlegar hreyfingar þeirra mcetti festa
á Ijósmynd
handa öllum eftirkomendum.
6
Hinum risavöxnu byggingum sínum komu þeir upp með
óviðjafnanlegri sóun
á bezta mannafla. Alveg opinberíega, í augsýn alls
heimsins,
náðu þeir úr verkamönnum sínum því, sem í þeim var,
skutu með byssum inn í námugjárnar og fleygðu
slitnum beinum þeirra og
úttauguðum vöðvum á strœtin með
góðlátlegum hlátri.
En með sportmannlegrí viðurkenningu sögðu þeir frá
álíka ruddalegu miskunnarleysi verkamannanna í
verkföllum
af hómerskrí stærð.
7
Fátækt þótti þar svívirða!
/ kvikmyndum þessarar blessuðu þjóðar frömdu karlmenn
sem ólán hafði hent og flytja skyldu í játœkraíbúðir
búnar hljóðfærum og leðursóffum
sjálfsmorð í skyndi.
165