Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 77
BERTOLT BRECHT
Sögur af herra Keuner
UM MÚTUÞÆGÐ
ÞEGAR herra Keuner talaði eitt sinn í samkvæmi um hina hreinu þekkingu
og gat þess að eina leiðin til að liöndla hana væri að berjast gegn mútu-
þægð, spurðu einhverjir hann af rælni hver væri eiginlega undirrót mútu-
þægðarinnar. Peningar, svaraði herra Keuner um hæl. Þá fór mikill undrun-
arkliður um samkvæmið og sumir hristu jafnvel höfuðið af vandlætingu.
Þetta sýnir að menn höfðu búizt við einhverju fínna. Með þessu komu þeir
upp um þá von sína að hinir mútuþægu hefðu að minnsta kosti látiÖ múta
sér með einhverju fínu, einhverju andlegu: hverjum leyfist að núa mútuþæg-
um manni því um nasir að hann sé andlaus?
Margir láta múta sér vegna metorða, segir fólk. Með því er átt við: ekki
vegna peninga. Og þótt þeir, sem sannanlega hafa komizt yfir peninga með
rangindum, séu sviptir peningunum aftur, vilja menn leyfa hinum, sem með
jafnmiklum rangindum hafa komizt til metoröa, að njóta sinna metoröa
áfram.
Þannig kjósa margir, sem sakaðir eru um arðrán, að telja fólki fremur trú
um að þeir hafi sölsað undir sig peninga til að geta drottnaö, heldur en láta
bera sér á brýn að þeir hafi drottnað til að geta sölsað undir sig peninga. En
þar, sem það að eiga peninga jafngildir því að drottna, þar er drottnun engin
réttlæting á féflettingu.
HVER ÞEKKIR HVERN?
Herra Keuner spurði tvær konur um eiginmenn þeirra. Önnur svaraði á
þessa leið:
„Ég hef húið með honum í tuttugu ár. Við sváfum í sama herbergi og sama
rúmi. Við borðuðum saman. Hann sagði mér frá öllu sem hann gerÖi. Ég
171