Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 83
MANNLEG SAMÁBYRGÐ
kröfu að slík landamerki skuli færa
út okkarmegin, leingra og leingra —
ad infinitum. Vel haldin samfélög
hafa veriö stofnuð á svæðum þar sem
volæði réði áður ríkjum, svo að vér
vitum af reynslu hverjar þær stoðir
eru, sumar, sem renna undir afnám
húngurs með þjóðum. Þar er efst á
blaði kerfisbundin útrýmíng fáfræði
í aðferðum manna við fæðuöflun,
samfara beiníngu lánsfjár til þessara
veiku svæða svo þarlandsmenn geti
vélvæðst í samræmi við aukna þekk-
íngu sína og þarmeð fullkomnað
vinnubrögð sín. Einstakir fastir liðir
sem útheimtast til viðreisnar þessum
svæðum eru semsé óumdeilanlegir.
Höfuðatriðið er að þau ríki sem bet-
ur mega sj ái nauðsyn á að koma þess-
ari framvindu á stað; og æski henn-
ar. Það sem þar er umfram eru tækni-
atriði.
Ég ætla mér semsé ekki að mæla
með einhverri lausn samkvæmt einka-
rétti í þessu efni. Einkaleyfislausn
gæti í sumu falli jafnvel orðið til þess
að korn sviðnaði á ökrum og það lít-
ið gras áður var hætti nú að vaxa
með öllu. En jafnvel þó einkaleyfis-
lausn væri hugsanleg mundi hún ekki
fá bætt úr brýnni þörf einsog þeirri
að sinna miljónum barna sem í dag,
á þeirri stundu sem nú er, fá ekki
verð sinn deildan. Vitanlega aðhyll-
umst við hver sína kenníngu. Og þó
eingin kenníng sé, fremur en galdrar,
líkleg til þess ein saman að bera okk-
ur nær settu marki, þá er ekki að
vita nema hagkvæm blanda af fleir-
um kynni að verða giftudrjúg í þá
veru að lækna böl heimsins þegar
fram líða stundir. En við barn sem í
dag grætur af því að það fær ekki
mjólkurlögg, tjóir lítt að segja, „ég
hef ágæta kenníngu viðvíkjandi þér,
og ef hún verður framkvæmd mun
hún lækna öll börn í heimi af húngri
þegar fram líða stundir“. Við skulum
vona það eitt að þessi kenníng sé ekki
atómbomban. Allar kenníngar, hvort
heldur háfleygar eða jarðbundnar,
eru þess ómáttugar að bæta úr brýn-
ustu þörf líðandi stundar: ekkert get-
ur hj álpað í dag, nema galdur einnar
brauðsneiðar og mjólkurbolla.
Það eitt stendur í valdi okkar sem
hér erum samankomnir, að skora á
menn að gleyma kjarnorkuvopnum
og geimflugi einn dag og laða þá til
þess í staðinn að setj a sér fyrir sj ónir
nakið og beinabert barn sem mun
deya á morgun nema þú hjálpir á
þessari stundu. Um lítinn þann skír-
skotum vér nú til ríkisstjórna heims-
ins og almenníngs í löndunum og til
skynsemi veraldarinnar.
TÍMAIilT MÁLS OC MENNINGAR
177
12