Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 84
JÓHANNES ÚR KÖTLUM
Svör við spurningum rúmensks tímarits
[Rúmenska tímaritið Contemporanul sendi nýlega eftirfarandi spurninga-
lista til ýmissa rithöfunda og menntamanna víða um heim: 1. Hverjar eru
hugmyndir yðar um uppeldi æskunnar á vorum dögum — í anda friðar, vin-
áttu meðal þjóða, skynsemi, húmanisma og starfs? — 2. Hvert er, að yðar
áliti, hlutverk rithöfunda í því sambandi? — 3. Hvaða mat leggið þér á þró-
un bókmenntanna í landi yðar? Hver álítið þér að séu framtíðarviðhorf
skáldskapar í landi yðar? — 4. Hverjar eru skoðanir yðar á þeim tímum
sem vér lifum? Álítið þér að mannkynið geti bundið enda á styrjaldir?
Hver áh'tið þér til dæmis að séu höfuðeinkenni tuttugustu aldarinnar? —
5. Hvaða orðum vilduð þér sérstaklega beina til rúmensku þjóðarinnar? —
Jóhannes úr Kötlum var meðal þeirra sem spurningarnar voru sendar, og
hefur hann góðfúslega leyft Tímariti Máls og menningar að birta svör sín.]
1
RFITT er að gera svo viðamiklu
efni skil í stuttu máli. Auðsætt
er einnig að uppeldi æskulýðs hlýtur
að nokkru að miðast við félagslegar
og menningarlegar aðstæður í hverju
landi um sig. Það er t. d. ekki sama
hvort er um að ræða langkúgaða ný-
lenduþjóð, rótgróna bændaþjóð eða
hóþróaða iðnaðarþjóð.
Hinsvegar fer nú tæknibyltingin
svo geyst um heimsbyggðina að gera
má ráð fyrir vélvæðingu allra at-
vinnugreina vítt um lönd hina næstu
áratugi. Áhrif þeirrar byltingar á
andlegt líf æskulýðsins hljóta hvar-
vetna að verða stórkostleg, en hvern-
ig þau verka fer auðvitað mjög eftir
því hvort um auðvaldsþjóðfélag eða
sameignarþjóðfélag er að ræða.
Það er trúa mín að einungis sósíal-
ískum samfélagsháttum takist að
skapa það fræðslukerfi sem hentar
æskulýð nútímans, þannig að það
samhæfist skynsemi hans og mannúð-
arkennd og fullnægi starfshvöt hans í
þeim inæli að hún verði honum ósvik-
in hamingjulind. En öðlist unga kyn-
slóðin eðlilegan þroska við nám og
starf mun hún telja frið og vináttu
meðal þjóða til hinna sj álfsögðustu
hluta á j örðunni.
178