Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 29. ÁRG. 1968
1,HEFTI • JÚNÍ
Atlaiitshafsbandalagið sem friðarstofnun
„íslendingar eiga jafnt og aðrar þjóðir allt undir því að öfl frelsis, menn-
ingar, framfara og friðar verði ofan á í heiminum.“
Bjarni Benediktsson, í rasðu á Alþingi 28. marz 1949.
Atlantshafsbandalagið var, eins og allir vita, stofnað fyrir nítján árum til að viðhalda
friði í heiminum, og þó að opinberir og sjálfboðnir formælendur þess hafi alloft síðan
orðið að breyta um áherzlur í boðun fagnaðarerindis síns, hafa þeir sjaldan hvikað frá
því að bandalagið væri í rauninni friðarstofnun. Og því verður ekki á móti mælt:
Atlantshafsbandalagið var stofnað til að varðveita frið, — frið í sérstakri merkingu.
Winston Churchill, einn af andlegum feðrum þess, hafði reyndar fyrirfram skilgreint
eðli þess friðar sem varð ætlunarverk og hugsjón bandalagsins. Hann gerði það í við-
ræðum við Stalín, í Teheran árið 1943: „Yfirráð heimsins," sagði hann, „verður að fela
söddum þjóðum, sem óska einskis sér til handa annars en þess sem þær eiga þegar.
Ef stjórn heimsins væri í höndum soltinna þjóða værum við í sífelldri hættu. En enginn
af okkur hefur ástæðu til að ásælast meira en hann á. Afl okkar lyftir okkur yfir aðra.
Við líkjumst ríkismönnunum sem lifa í friði í heimkynnum sínum.“
Þó að Winston Churchill væri opinskár, þá hefur hann samt hlaupið hér yfir eitt atriði
sem skiptir ekki all-litlu máli: Stjórn heimsins verður reyndar að fá „söddum þjóðum“
í hendur, en stjórn þjóðanna verður að fela „söddum" stéttum, til þess að „við“ séum
ekki í sífelldri hættu. Með þeim hætti er friðurinn tryggður, — lögreglufriðurinn, sent
landi Churchills orti um: „And peace ... means death when ntonarchs speak.“
Nú fór svo eftir stríðið, að aðeins ein „södd þjóð“ var eflir í heiminum, Bandaríkja-
menn; valdhafar þeirrar þjóðar og hershöfðingjar og saddar stéttir annarra ríkja — auð-
vitað vissi Churchill að saddar þjóðir og saddar stéttir eru aldrei fullsaddar — drógu
réttar ályktanir af þeirri staðreynd. Hin sérstaka ástæða til að stofna Atlantshafsbanda-
lagið var sú að nauðsyn þótti bera til, eftir að afl Bandaríkjanna hafði lyft þeim yfir alla
aðra, að lögregluaðgerðir þeirra hlytu „löglegt" form. Lögregluaðgerðirnar höfðu þeir
þegar hafið, til dærnis í Grikklandi, og þær gátu orðið nauðsynlegar víðar, þrátt fyrir
skiptasamningana frægu við Stalín. Ymsar þjóðir Evrópu höfðu komizt að raun um að
þeir þjóðfélagshættir sent ríkt höfðu fyrir stríð væru böl sem yrði að útrýma. Þær
töldu sig hafa rétt til þess — í samræmi við sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Lög-
regluvaldi bandalagsins var stefnt gegn vilja þessara þjóða. Það var óumdeilanlega
stofnað til að varðveita friðinn, frið liinn „söddu stétta“. Ofriðarhættan var allsstaðar
nálæg, en aldagömul og margprófuð sálarfræði valdsins skellti allri skuldinni á fjar-
lægar óþjóðir. Það var ekki aðeins blekking heldur einnig nauðsynleg sjálfsblekking.
Atlantshafsbandalagið hefur verið eitt af tækjum heimslögreglunnar, Bandaríkjanna.
1