Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 21
Þaö var því ekki laust við að nokkr-
um óhug slægi á menn í sumum að-
ildarríkj um Atlanzhafsbandalagsins,
svo sem Noregi og Danmörku, og
jafnvel ábyrgir ráðherrar þessara
landa voru ekki myrkir í máli. En ís-
lenzka ríkisstjórnin fylgdi fordæmi
kerlingarinnar í þjóðsögunni: þagað
gat ég þá með sann þegar hún Skál-
holtskirkja hrann! Hitt var þó at-
hyglisverðara, að England, sem jafn-
an hefur hrósað sér af að vera vernd-
ari grísks frelsis, lét sem ekkert væri,
og guðs eigið land, Bandaríkin, lögðu
blessun sína yfir valdatökuna.
Þegar sagt er að grísku herfor-
ingjarnir hafi afnumið bæði þing-
ræði og lýðræði á Grikklandi með
stjórnlagarofinu 21. apríl 1967, þá
er það ekki alveg rétt. Allt frá því er
gríska ríkið var stofnað á 19. öld
fyrir rúmum 130 árum hefur þing-
ræði og lýðræði átt þar erfitt upp-
dráttar, hvorttveggja verið meira
form en inntak, og Konstantín kon-
ungur var alls ekki háður vilja þing-
meirihlutans í vali ráðherra. Frá
upphafi gríska ríkisins voru þar þrjú
máttarvöld allsráðandi: konungur og
hirð hans, herinn og fámenn auð-
mannastétt, er græddi aðallega á
siglingum og verzlun. Áratugum sam-
an hafa grískar þingkosningar verið
alræmdar fyrir svik, pretti og beina
pólitíska kúgun. Og hverju sinni er
gríska þjóðin hefur búizt til að gera
formleg lýðréttindi sín að veruleika
Grikkland i fjötrum
hafa hin hægrisinnuðu afturhalds-
öfl í landinu kæft þá viðleitni í fæð-
ingunni. Fram á þennan áratug hafði
flokkur Hægrimanna, skammstafað
ERE-flokkurinn, með arfhelgum póli-
tískum leikreglum Grikklands, unnið
fylgi helmings kjósenda. En árið
1961 höfðu hin frjálslyndari öfl
stofnað Miðflokkasambandið og í
kosningunum 1964 hlaut það 53%
atkv. Hægri menn fengu aðeins 35%,
en Sameinaðir lýðræðissinnaðir
vinstri menn, skammstafað EDE-
flokkurinn, fékk 12% atkv. Þessi síð-
astnefndi flokkur var aðallega skip-
aður kommúnistum, en sjálfur var
gríski kommúnistaflokkurinn í banni.
Leiðtogi Miðflokkasambandsins, Ge-
org Papandreou var þá gerður for-
sætisráðherra, en ári síðar veik Kon-
stantín konungur honum frá völdum.
Þessi frávikning vakti mikla póli-
tíska ólgu í landinu, en auðsætt var,
að vinstri öfl þjóðarinnar voru í
sókn, og allir sem þekktu eitthvað til
grískra stjórnmála voru þess fullvís-
ir, að vinstri flokkamir mundu vinna
stórsigur í þeim kosningum, sem boð-
aðar höfðu verið 28. maí 1967. Eng-
ir voru sannfærðari um þetta en hin-
ir innlendu valdhafar og Bandaríkja-
menn, sem eru svo mikilsháttar í
Grikklandi, að Andreas Papandreou,
sonur leiðtoga Miðflokkasambands-
ins, komst svo að orði nokkru fyrir
stjórnlagarof herforingjanna: Hvar
annars staðar í Evrópu munduð þér
11