Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 25
Eftir þetta var löng þögn og blaðið
með prósentunum lá eins og illa gerð-
ur hlutur á borðinu á milli þeirra.
Loks tók Churchill að ókyrrast og
skaut því að Stalín, að sumum kynni
að virðast að hér væri heldur léttúð-
lega farið með málefni, sem varðaði
niilljónir manna og stakk upp á því
að brenna blaðinu. En Stalín svaraði
þurrlega: Nei, þér geymið það!
Segja má, að með þessu samkomu-
lagi Stalins og Churchills, hafi örlög
Grikklands verið ráðin. Prósentu-
skipting Balkanríkjanna hvíldi í raun
og veru á vígstöðu Rauða hersins
annars vegar og herja Vesturveld-
anna hins vegar, á herstöðulegu
valdajafnvægi líðandi stundar. Chur-
chill varð að horfa á það blóðugum
augum, að Rússland tryggði sér áhrif
og landamæraöryggi á meginhluta
Balkanskagans, en hagsmunum Bret-
lands taldi hann nú að borgnara á
Grikklandi og Miðjarðarhafi. Fram-
tíðin yrði að leiða í Ijós, hvernig
honum mundi takast að tryggja brezk
áhrif í landi, þar sem lágstéttirnar
höfðu skipulagt sig í vopnaða skæru-
liðaheri og gerðu sér töluvert aðrar
hugmyndir um eðli og inntak lýð-
ræðisins en hinn eðalborni forsæt-
isráðherra Bretlands.
Nokkru áður en Stalín og Chur-
chill háðu með sér þennan sögulega
skiptafund höfðu EAM-samtökin
fengið fimm ráðherrasæti í grísku
stjórninni í Kaírú, en bráÖabirgða-
Grikkland í Ijötrum
stjórnin heima í Grikklandi verið
formlega leyst upp. í lok september-
mánaðar 1944 stigu fyrstu hersveitir
Breta á land í Grikklandi og hinn 18.
október komu þær til Aþenu, en
undir mánaðarlokin fóru siðustu her-
deildir Þjóðverja úr landi. Grikk-
land var aftur frjálst — eða svo
skyldi maður halda. I reynd varð
þetta upphaf að borgarastyrjöld milli
skipulagðra og vopnaðra lágstétta og
hægri afla hins gríska þjóðfélags.
Brezki herinn tók ekki aðeins þátt í
þessari borgarastyrjöld, heldur
hleypti henni beinlínis af stokkunum.
An afskipta Breta hefði hinum inn-
lendu valdstéttum ekki tekizt að
brjóta á bak aftur þessa miklu al-
þýðuhreyfingu, sem hafði af eigin
rammleik ýmist bundið fyrir Þjóð-
verjum fjölda herfylkja eða hrakið á
brott. Brezkur Iiðsforingi, sem verið
hafði Iengi sambandsliði skæruliöa
og Breta vottaði það á blaðamanna-
fundi í Aþenu í desember 1944 að
„við hefðum aldrei getað stigið fæti
á gríska jörð, ef ekki hefði verið
fyrir hina stórkostlegu atorku and-
spyrnuhreyfingar EAM-samtakanna
og ELAS-herdeildanna.“
Skömmu eftir komu brezka hersins
til Aþenu var Ijóst, að honum var
framar öllu öðru ætlað það hlutverk
að afvopna og leysa upp skæruliða-
sveitir EAM-hreyfingarinnar, en í
sama mund héldu skæruliöar kon-
ungssínna bæði vopnum sínum og at-
15