Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 27
ríkisstjórna hrakti gríska bændur og múgamenn upp í fjöllin, þegar þeim var ekki lengur líft í byggðum. Þegar stundir liðu fram tóku kommúnistar forustu fyrir þessum skæruliðum. Nágrannaríkin Búlgaría, Albanía og Júgóslavía veittu skæruliðasveitun- um grísku nokkurn stuðning í vopn- um og vistum og sjúkrabjálp og af- drep innan landamæra sinna. Ný borgaraslyrjöld var skollin á, bálfu grimmari og mannskæðari en sú fyrri. Henni lauk ekki fyrr en á sumri 1949, er barátta grísku skæruliðanna fjaraði út. En þá voru mikil umskipti á orðin í heiminum. Það var á árum hinnar grísku borgarastyrjaldar, að settur var á svið sá sjónleikur ver- aldarsögunnar, sem hlotið hefur nafn- ið „kalda stríðið“, enda annað og meira en tilviljun, að Atlanlshafs- bandalagið, hemaðarleg og pólitísk tjáning þess, var stofnað á síðasta ári grísku borgarastyrjaldarinnar. Svo langt er nú liðið síðan þetta var, að kalda stríðið er orðið viðfangs- efni sagnfræðinnar, furðu margar og merkilegar heimildir um upptök þess hafa verið birtar á siðustu árum, þótt ekki séu enn öll kurl komin til grafar. Það var liðið að haustnóttum árs- ins 1945, stuttu eftir stríðslok, þegar þess mátti sjá glögg merki, að hið mikla bandalag engilsaxneskra stór- velda og Sovétríkjanna, sem heims- styrjöldin hafði barið saman, var tekið allt að gliðna. Raunar hafði Grikkland í fjötrum mátt greina þverbrestina í þessu bandalagi fyrr: fyrstu veðurboðam- ir gerðu vart við sig þegar er Truman forseti settist í hið auða sæti Roose- velts. Hinn nýi forseti og hinir nýju ráðgjafar hans tóku gagngert aðra stefnu en Roosevelt og nánustu sam- verkamenn hans höfðu haft í huga, er þeir veltu fyrir sér sambúðar- vandamálum Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna að loknu stríði. Hinn látni forseti hafði talið fullan kost á frið- samlegu samlífi beggja stórvelda á hnettinum og unnið að því af ein- lægni að svo yrði. En arftaki hans í Hvíta húsinu var af öðru pólitísku sauðahúsi og leit hin komandi ár í öðrum fjarvíddum: í álitsskjali sem hann skrifaði Byrnes utanríkisráð- herra sínum, dagsettu 5. janúar 1946, kvaðst hann vera sannfærður um, að Rússland ætlaði að ráðast inn í Tyrk- land og hertaka sundin milli Svarta- hafs og Miðjarðarhafs. Hann taldi enn aðra styrjöld í aðsigi, ef Rúss- um yrði ekki sýndur jámhnefi og mælt við þá á umbúðalausu máli. Þeir skildu aðeins eina tungu: hve mörg herfylki hefur þú? og því stoðaði ekki lengur að leita samkomulags við þá. Valdamildir ráðherrar forsetans, svo sem Forrestal flotamálaráðherra, voru um þetta leyti orðnir sannfærð- ir um, að friðsamleg lausn væri ekki til á því, sem þeir kölluðu rússneska vandamálið. Straumhvörfin í utanríkisstefnu 2tmm 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.