Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 38
Tímarit Máls og menningar
Onei, ekki hef ég nú gert þaff. Ég hef ekki haft ástæður til að ferðast mikið.
Maður verður að hugsa um búskapinn. Ég fór suður á alþingishátíðina eins
og fleiri. Kunningjarnir buðu mér þá með sér til þessara merkilegustu staða
eins og þeir kölluðu það. Ég sá Korpúlfsstaði og Reyki. Skrattans miklar
jarðir. Á Korpúlfsstöðum er nú bara slot. Fjandans duglegur kall Thór Jen-
sen. Ég var lítið hrifinn af öllum mannfjöldanum á Þingvöllum. Það var nú
meiri ösin. Maður hafði hvergi frið. Ég sá kónginn. Hann var að spangúlera
með einhverjum heldrimönnum. Skrattans langur kall að sjá. Það var nú
meiri lengdin á manninum. Almennilegur greyið segja þeir. Dröngull mikill
hár og mj ór.
Og áfram öslar báturinn. Lýður spjallar um daginn og veginn.
Geiri segir stundarhátt: Hér hrýtur á boðann til hlés.
Ég sé það, gegnir Lýður. Fjandi langur og mjór. Þessi heitir Tólfmanna-
bani.
Ha? segir verkfræðingurinn.
Boðagreyið, segir Lýður.
Já, hoðinn, segir verkfræðingurinn. Það er annars furðulegt hvemig ykk-
ur lánast að krusa innan um öll þessi sker án þess að drepa ykkur.
0 það kemur upp í vana. Það eru allar leiðir hreinar þeim sem rata. Ekki
svoleiðis, það er náttúrlega ekki lengi að að bera slysin og öllum getur skjátl-
azt, sérstaklega í þoku. Ég segi fyrir mig, ég verð alltaf rammvilltur í þoku.
Hann var andskoti langur. Það fylgdu honum einhverjir ráðherrar, og sjálf-
sagt einhverjir greifar danskir. Bíðum nú við. Þarna kemur Fjórðungur. Við
lendum við tangann uppaf henni Skeggey Geiri.
Olræt. Allt í orden.
Þeir lenda í skjólgóðu vari við tangann. Veðrið fer vaxandi, en Lýður
setur það ekki fyrir sig, hann ætlar að komast heim í kvöld.
Þó sýnist mér það ráðlegra, segir Skúli verkfræðingur, að þið dokið við,
máski hann lægi í nótt, og nóttin er björt, eða hvað segir þú um það Lýður
bóndi?
Það er ekkert að veðri eins og er. Við krusum meðan þolir, það er alltaf
hægt að lensa. Kannski við lensum til þín aftur. Hann Geira langar til að sjá
framan í hann. Hann er heimfús hann Geiri, og vertu nú blessaður og sæll og
guð fylgi þér. Ég bið að heilsa kallinum héma á bænum. Hann heitir Jón
kallinn. Orðinn hálfgert skrifli. Það verða allir skrifli.
Neinei, bíddu nú, segir Skúli. Hvað á ég að borga þér fyrir flutninginn?
28