Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 44
Stefán Júlíusson Rithöfundasamband Islands tíu ára Kithöfundasamband Islands hélt upp á tíu ára afmæli sitt 24. nóvember síðastliðið haust. Aðild að Rithöfundasambandinu eiga tvö félög, Rithöf- undafélag íslands, stofnað 1941 og Félag íslenzkra rithöfunda, stofnað 1945. Fyrsti formaður sambandsins var Gils Guðmundsson, en síðan hafa eftirtaldir menn gegnt formannsstörfum, sumir oftar en einu sinni: Guð- mundur G. Hagalín, Kristján Bender, Björn Th. Björnsson og Stefán Júlíusson. Rithöfundasambandið er fyrst og fremst hagsmunafélag rithöf- unda, einkum gagnvart opinberum aðilum og stofnunum; það er aðili að Norræna rithöfundaráðinu. Rithöfundasambandið hefur á tíu ára ferli sin- um treyst hag rithöfunda að ýmsu leyti, og er þar ekki minnst unt vert að tekizt hefur að fá viðurkenndan rétt höfunda gagnvart almenningsbóka- söfnum. í afmælisfagnaði sambandsins 24. nóvember hélt formaður þess, Stefán Júlíusson, ræðu um starfsemi sambandsins og markmið, og hefur hann leyft Tímaritinu að birta siðari hluta ræðunnar, sem hér fer á eftir. Sambandið hefur látið ýmis rétt- indamál til sín taka, bæði fyrir stétt- ina í heild og eins fyrir einstaka fé- laga. Eftir að skrifstofa var opnuð, hefur þar verið látin í té margs konar þjónusta við rithöfunda, þeim að kostnaðarlausu. Eins hefur samband- ið annazt réttindagæzlu fyrir erlenda höfunda. Sambandsstjórn hefur reynt að útvega félögum dvalarstyrki til starfa, bæði hérlendis og erlendis, og hefur úthlutað allmiklum upphæðum i því skyni. Þá hefur sambandið oft- lega reynt að hafa áhrif á löggjöf til verndar og styrktar listamönnum, bæði eitt sér, og eins í samvinnu við önnur iistamannafélög. Sambandið er aðili að Bandalagi íslenzkra lista- manna og á fulltrúa í stjórn þess, en sljórnarmenn sambandsins eru sjálf- kjörnir fulltrúar á aðalfund banda- lagsins. Fyrir tveimur árum hóf sam- bandið útgáfu prentaðs félagsbréfs, félögum til leiðbeiningar og upplýs- inga um starfsemina. Er ætlunin, að það komi út a. m. k. einu sinni á ári. Enginn efi er á því, að mesti sigur í kjaramálum rithöfunda vannst á þessu ári, þegar Alþingi samþykkti, að réttur rithöfunda til greiðslna vegna afnota af bókum þeirra í al- menningsbókasöfnum skyldi viður- 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.