Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 44
Stefán Júlíusson
Rithöfundasamband Islands tíu ára
Kithöfundasamband Islands hélt upp á tíu ára afmæli sitt 24. nóvember
síðastliðið haust. Aðild að Rithöfundasambandinu eiga tvö félög, Rithöf-
undafélag íslands, stofnað 1941 og Félag íslenzkra rithöfunda, stofnað
1945. Fyrsti formaður sambandsins var Gils Guðmundsson, en síðan hafa
eftirtaldir menn gegnt formannsstörfum, sumir oftar en einu sinni: Guð-
mundur G. Hagalín, Kristján Bender, Björn Th. Björnsson og Stefán
Júlíusson. Rithöfundasambandið er fyrst og fremst hagsmunafélag rithöf-
unda, einkum gagnvart opinberum aðilum og stofnunum; það er aðili að
Norræna rithöfundaráðinu. Rithöfundasambandið hefur á tíu ára ferli sin-
um treyst hag rithöfunda að ýmsu leyti, og er þar ekki minnst unt vert
að tekizt hefur að fá viðurkenndan rétt höfunda gagnvart almenningsbóka-
söfnum. í afmælisfagnaði sambandsins 24. nóvember hélt formaður þess,
Stefán Júlíusson, ræðu um starfsemi sambandsins og markmið, og hefur
hann leyft Tímaritinu að birta siðari hluta ræðunnar, sem hér fer á eftir.
Sambandið hefur látið ýmis rétt-
indamál til sín taka, bæði fyrir stétt-
ina í heild og eins fyrir einstaka fé-
laga. Eftir að skrifstofa var opnuð,
hefur þar verið látin í té margs konar
þjónusta við rithöfunda, þeim að
kostnaðarlausu. Eins hefur samband-
ið annazt réttindagæzlu fyrir erlenda
höfunda. Sambandsstjórn hefur reynt
að útvega félögum dvalarstyrki til
starfa, bæði hérlendis og erlendis, og
hefur úthlutað allmiklum upphæðum
i því skyni. Þá hefur sambandið oft-
lega reynt að hafa áhrif á löggjöf
til verndar og styrktar listamönnum,
bæði eitt sér, og eins í samvinnu við
önnur iistamannafélög. Sambandið
er aðili að Bandalagi íslenzkra lista-
manna og á fulltrúa í stjórn þess, en
sljórnarmenn sambandsins eru sjálf-
kjörnir fulltrúar á aðalfund banda-
lagsins. Fyrir tveimur árum hóf sam-
bandið útgáfu prentaðs félagsbréfs,
félögum til leiðbeiningar og upplýs-
inga um starfsemina. Er ætlunin, að
það komi út a. m. k. einu sinni á ári.
Enginn efi er á því, að mesti sigur
í kjaramálum rithöfunda vannst á
þessu ári, þegar Alþingi samþykkti,
að réttur rithöfunda til greiðslna
vegna afnota af bókum þeirra í al-
menningsbókasöfnum skyldi viður-
34